49. ÞING SSF 20.-21. MARS 2025
49. þing SSF verður haldið á Selfossi dagana 20.-21. mars 2025 á 90 ára afmælisári félagsins. Þingið er haldið á 3ja ára fresti og hafa síðustu þing verið haldin á Hótel Selfossi. Þingið er æðsta ákvörðunarvald samtakanna, en þar er hægt að breyta samþykktum, stjórn samtakanna er kosin og þar eru stærstu ákvarðanir teknar.
Undirbúningur þingsins er í fullum gangi og stjórn SSF hefur nú þegar skipað kjörnefnd sem hefur m.a. það hlutfverk að auglýsa eftir framboðum til stjórnar samtakanna, en kjörnefnd mun hittast í næstu viku.
Þingfulltrúar eru 65 og skulu aðildarfélög SSF kjósa þá eigi síðar en í febrúarmánuði. Tillögum til breytinga á samþykktum samtakanna skal skilað til stjórnar í síðasta lagi tveimur vikum áður en þing er sett.