skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Kjaramál í byrjun mars

Kjaramál í byrjun mars

Formannafundur SSF

Fimmtudaginn 5. mars 2015 komu formenn aðildarfélaga SSF og stjórn SSF saman til fundar í Nethyl 2e.  Verkefni fundarins var að fara yfir þá erfiðu stöðu sem upp er komin í öllum kjaraviðræðum, jafnt á almennum vinnumarkaði sem þeim opinbera.

Allt frosið

Það er einróma skoðun allra forystumanna stéttarfélaga og talsmanna atvinnurekenda á Íslandi að í raun séu allar viðræður eða umleitanir um sátt á vinnumarkaði tilgangslausar.  Himinn og haf skilur á milli krafna stéttarfélaga og hugsanlegs útspils atvinnulífsins.  Þar að auki komi engin svör frá ríkisstjórn um skattamál, gjaldskrárbreytingar, atvinnuleysistryggingar, afnám hafta eða önnur atriði sem fulltrúar vinnumarkaðarins hafa beint til stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga.

Kröfugerð ótímabær

Formannafundur SSF var sammála um að ótímabært sé við þessar aðstæður að leggja fram helstu kröfur um launahækkun, vinnutíma, jafnréttismál, skipan fastlaunasamninga og önnur þau atriði sem tilbúin eru eftir fundi hjá SSF allt síðasta ár.  Það er ljóst að raunverulegar kjaraviðræður fara ekki í gang fyrr en aðilar ná fram trúnaði og trausti allra þeirra sem að heildar kjaraviðræðum verða að koma.

Samninganefnd SSF mun áfram vinna að undirbúningi kjaraviðræðna og kalla til formenn áður en formlegar kröfur SSF verða lagðar fyrir viðsemjendur.

Tengd frétt:

https://www.ssf.is/stada-kjaravidraedna/

 

Search