Orlofsuppbót 1. júní 2015
Samkvæmt grein 1.6.2. í Kjarasamningi SSF og SA eiga starfsmenn að fá orlofsuppbót greidda þann 1. júní 2015. Orlofsuppbótin er kr. 39.500,- fyrir fullt starf á nýliðnu orlofsári frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015. (Birt með fyrirvara um að fjárhæðin getur breyst með nýjum kjarasamningi)
Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutall og starfstíma á orlofsárinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí.