skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Kjaraviðræður SSF og SA

Kjaraviðræður SSF og SA

Eins og alþjóð veit voru kjarasamningar um 50 þúsund félagsmanna innan raða ASÍ samþykktir með miklum meirihluta í arfaslakri kosningaþáttöku (innan við 20% tóku þátt).

Flest félög iðnaðarmanna hafa einnig skrifað undir sambærilega kjarasamninga og sett þá í atkvæðagreiðslu.

Sama gildir um hjúkrunarfræðinga, og BHM á í viðræðum áður en Gerðardómur tekur völdin af þeim þann 1. júlí n.k.

Samninganefndir SSF og SA munu funda í húsakynnum Ríkissáttasemjara á morgun, fimmtudaginn 25. júní klukkan 14:00.

Rammi kjarasamninga í þjóðfélaginu í heild er nokkuð klár, hækkanir verða á bilinu 15-22% á þremur árum, þar sem þeir lægra launaðir og félagsmenn með millitekjur fá skásta útkomu.

Áður en SSF getur skrifað undir sambærilegan kjarasamning þarf að ræða örfá sérmál, m.a. sem snúa að mismunandi launakerfum, túlkunum og framkvæmd launahækkana.

Fréttir verða settar inn á heimasíðu eftir því sem fram gengur.

F.h. samninganefndar SSF,
Friðbert Traustason.

Search