skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Kjaraviðræður aftur í gang

Kjaraviðræður aftur í gang

Eins og fram kom í frétt frá SSF í byrjun júlí hafa kjaraviðræður gengið hægt. Ríkissáttasemjari lokaði húsi sínu fyrir kjaraviðræðum seinnipartinn í júlí og fyrstu viku ágúst (nema ÍSAL).  Samninganefndir SSF og SA (fjármálafyrirtækjanna) voru einnig meira eða minna í orlofi þessar sömu vikur.

Þrátt fyrir orlof hafa oddvitar samninganefnda átt samtöl um kjarasamningana, en afstaða aðila hefur ekkert breyst (sjá frétt 3.7.2015).  Samninganefnd SSF bíður enn eftir útreikningum og nánari skýringum varðandi mismunandi launahækkanir félagsmanna, þeirra sem taka laun tengd launatöflu SSF og þeirra sem eru utan launatöflu.

Kjaraviðræður fara aftur af stað í þessari viku og stefna aðila er að klára viðræður í ágúst. 

Gerðardómur mun úrskurða um laun félagsmanna BHM 15. ágúst.  Það verður fróðlegt að sjá niðurstöðuna því hátt í 70% félagsmanna SSF eru háskólamenntaðir.

f.h. samninganefndar SSF

Friðbert Traustason, formaður SSF

Search