skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Kjaraviðræður nálgast þáttaskil

Kjaraviðræður nálgast þáttaskil

Næsti fundur Samninganefnda SSF og SA er boðaður á morgun, miðvikudaginn 19. ágúst, klukkan 10:30.

Nú liggur fyrir Gerðardómur um kjarasamninga BHM og hjúkrunarfræðinga. Dómurinn fyrir BHM nær aðeins til rúmlega tveggja ára, en hjúkrunarfræðinga til tæplega fjögurra ára. Upphafshækkun í báðum samningunum er rúmlega sjö prósent, óháð því hvort laun eru há eða lág. Engin ákvæði eru um „baksýnisspegla“ eins og eru í kjarasamningum ASÍ-félaga við SA, enda eru slík ákvæði óásættanleg í heildarkjarasamningi stéttarfélags.

Ef enginn árangur næst í kjaraviðræðum SSF og SA er næsta skref að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara. Ef ekkert gengur þar heldur er eina leiðin að boða verkfall. Eins og félagsmenn SSF vita er aðgangur SSF að vinnudeilusjóði (SSF + NFU-norræn systurfélög) afar sterkur, og nægir vel til að greiða full laun í nokkrar vikur.

F.h samninganefndar SSF,

Friðbert Traustason.

 

Search