Lífið er framundan
Í nýrri bók, Lífið er framundan, fer Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, vandlega yfir leiðbeiningar í fjármálum fyrir ungt fólk. Meginskilaboðin eru að hvetja fólk til að hugsa til langs tíma og gefa sér tíma til að skipuleggja fjármálin. Eðli málsins samkvæmt eru því í bókinni góð ráð er viðkoma lífeyrissparnaði einstaklinga. Í umsögn á bókarkápu segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við Háskóla Ísland, að fyrir þá sem vilja kynna sér fjármál heimila til langs tíma gætu kaup á þessari bók „orðið besta fjárfesting þeirra á ævinni“.