Jólapeysudagur Landsbankans
Starfsfólk Landsbankans á Egilsstöðum var í hátíðarskapi þegar SSF leit þar við í síðustu viku. Það vildi svo til að þegar SSF leit í heimsókn var starfsfólk Landsbankans á landsvísu að halda sinn árlega jólapeysudag, fimmtudaginn 17. desember. Ágúst Arnórsson, útibússtjóri Landsbankans, sagði starfsfólk og viðskiptavini bankans ánægða með uppátækið. Starfsfólk Landsbankans leggur mikið upp úr jólapeysudeginum og segir Ágúst að starfsfólk leggi meiri metnað í klæðaburðinn með hverju árinu.
Við fengum að sjálfsögðu mynd af glaðlyndu starsfólki Landsbankans á Egilsstöðum sem vildi með henni senda öllum félagsmönnum SSF jólakveðju.