Samninganefndir SSF og SA funda í byrjun mars
Eins og fram kemur í frétt á heimasíðu SSF þann 25. janúar s.l. þá óskaði samninganefnd SSF eftir fundi með viðsemjendum á grundvelli bókunar (grein 8 í kjarasamningi SSF/SA) um „samningsforsendur“.
Formenn samninganefnda SSF og SA ræddu framhald máls í gær og ákváðu að yfirfara forsendur betur hver í sínum hópi, en hittast á formlegum samningafundi í byrjun mars n.k.
Í lok febrúar mun niðurstaða úr allsherjaratkvæðagreiðslu ASÍ-félaga liggja fyrir, en lokadagur hennar er 26. febrúar n.k.
Bókun SSF (gr. 8) tryggir félagsmönnum „sambærilegar breytingar“ á kjarasamningi SSF og verða á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði á samningstímanum (til loka árs 2018).
F.h. samninganefndar SSF,
Friðbert Traustason.