Ný stjórn SSF
Þingi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) lauk í gær, föstudaginn 11. mars, á Selfossi. Þingfulltrúar voru sammála um að þingið hafi lukkast vel í alla staði. Á síðari degi þingsins voru samþykktar fjölmargar ályktanir SSF og kosning nýrrar stjórnar fór fram svo fátt eitt sé nefnt. Á næstu dögum verða birtar fréttir um afgreiðslur ályktanna og fleira.
Stjórnarkjör
Kosin var ný stjórn SSF fyrir starfstímabilið 2016 – 2019. Þau Andrés Erlingsson frá FSLÍ, sem gegnt hafði embætti 2. varaformanns, Anna Kristín Björnsdóttir frá Trúnaðarmannaráði Arion, sem gegnt hafði embætti gjaldkera og Ingvar Breiðfjörð, ritari, einnig frá Trúnaðarmannaráði Arion gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Voru þeim færðar miklar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu félagsmanna SSF.
Friðbert Traustason var einn í framboði til formanns SSF og var því sjálfkjörinn. Anna Karen Hauksdóttir, frá SÍ, var sjálfkjörin 1. varaformaður SSF, en hún hefur gegnt því embætti frá því árið 2007.
Þrír voru í framboði til embættis 2. varaformanns SSF, þau: Anna Lea Gestsdóttir, frá Starfsmannafélagi Byggðastofnunar, Ari Skúlason, FSLÍ og Hörður Jens Guðmundsson, frá Trúnaðarmannaráði Arion. Ari Skúlason varð hlutskarpastur í því kjöri og réttkjörinn 2. varaformaður SSF.
Anna Lea og Hörður Jens sem gáfu kost á sér til embættis 2. varaformanns gáfu áfram kost á sér til stjórnar SSF að lokinni atkvæðagreiðslu til 2. varaformanns. Alls voru því tíu frambjóðendur í framboði til stjórnar SSF en kosið var um átta meðstjórnendur.
Daníel Reynisson, frá Trúnðaramannaráði Arion, Hörður Jens Guðmundsson, einnig þaðan, Guðný S. Magnúsdóttir, frá FSLÍ, Guðrún Jóna Jónsdóttir, frá Starfsmannafélagi Reiknistofu bankanna, Gunnar Gunnarsson, frá Starfsmannafélagi Seðlabanka Íslands, Jóhann Arnarson, frá Starfsmannafélagi Byggðastofnunar, Nanna Kristín Tryggvadóttir, frá FSLÍ og Oddur Sigurðsson frá SÍ náðu öll kjöri til stjórnar SSF fyrir tímabilið 2016 – 2019.
Nýja stjórn SSF skipa því:
Friðbert Traustason, formaður.
Anna Karen Hauksdóttir, 1. varaformaður.
Ari Skúlason, 2. varaformaður.
Daníel Reynisson, meðstjórnandi.
Hörður Jens Guðmundsson, meðstjórnandi.
Guðný S. Magnúsdóttir, meðstjórnandi.
Guðrún Jóna Jónsdóttir, meðstjórnandi.
Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi.
Jóhann Arnarson, meðstjórnandi.
Nanna Kristín Tryggvadóttir, meðstjórnandi.
Oddur Sigurðsson, meðstjórnandi.