Starfsfólk Seðlabankans sigraði kílómetrakeppni “Hjólað í vinnuna”
Starfsmenn Seðlabankans báru sigur úr býtum í kílómetrakeppni “Hjólað í vinnuna” í ár. Lið Seðlabankans, Central Bikers, vann bæði keppni um heildarfjölda kílómetra og í keppni um kílómetra á mann. Tíu starfsmenn bankans hjóluðu samtals 6.301 kílómetra eða 630 kílómetra hver einstaklingur.
Starfsfólk Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans stóðu sig einnig mjög vel en þau höfnuðu í efsti sætunum í fjölda þátttökudaga í flokki vinnustaða með fleiri en 800 starfsmenn en alls tóku ellefu lið í þeim flokki.
Íslandsbanki var með flesta daga en Arion banki kom þar á eftir og svo Landsbankinn.
Meðfylgjandi mynd var tekin af hjólreiðafólkinu við verðlaunaafhendingu föstudaginn 27. maí. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Guðmundur Harðarson, Kristinn Þór Sigurjónsson, Telma Ýr Unnsteinsdóttir, Ólafur Gauti Hilmarsson, Páll Þórarinn Björnsson, Ríkharður B. Ríkarðsson, Orri Freyr Oddsson og Halldór Kristinsson. Tvo starfsmenn vantaði við verðlaunaafhendinguna, þau Söru Halldórsdóttur og Guðmann Ólafsson.