skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Skelfilegar fréttir af uppsögnum hjá Arion banka

Skelfilegar fréttir af uppsögnum hjá Arion banka

Í gær, miðvikudaginn 28. september, var 46 starfsmönnum sagt upp störfum hjá Arion banka. Flestir þeirra störfuðu á stærsta sviði bankans, viðskiptasviði. Ríflega 800 manns starfa hjá Arion banka, meirihlutinn konur.

Friðbert Trausta­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja, seg­ir þetta skelfi­leg­ar frétt­ir. „Þarna er verið að segja upp sex pró­sent af heild­ar­fjöld­an­um í einu lagi.“ Hann bend­ir á að frá banka­hrun­inu árið 2008 séu um 30% af starfs­mönn­um bank­anna bún­ir að missa vinn­una. „Við reyn­um eins og við get­um að aðstoða fólkið á alla lund sem okk­ur er kleift,“ seg­ir Friðbert enn­frem­ur. Hann bendir félagsmönnum SSF á sjóði félagsins og hvetur þá til að nýta sér lögfræðiaðstoð og ráðningarstofur sem félagið er í samstarfi við.

Search