SSF – blaðið komið út
2. tbl. SSF blaðsins 2018 er komið út. Í blaðinu fjallar Friðbert Traustason, formaður SSF, um stöðu kjarasamningsmála. Fjallað er um 90 ára afmælishátíð FSLÍ, keilumót SSF, vottun fjármálaráðgjafa og stafræna hæfniþróun. Í blaðinu er einnig viðtal við Runa Opdal Kerr, þróunarstjóra samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í Noregi en hún vill afnema sérkjör eldri starfsmanna og stuðla að aukinni hæfni. Þá er fjallað um nýjan þjónustufatnað sem hefur verið innleiddur hjá Arion banka og rætt er við Maríu Björk Óskarsdóttir, viðskiptafræðing, um Nýttu kraftinn en það er aðferðafræði sem hún ásamt Sigríði Snævarr, fyrrverandi sendiherra, hafa verið að kenna einstaklingum að tileinka sér í leit að nýjum tækifærum.
Hægt er að skoða vefútgáfu blaðsins hér.
Á næstu dögum verður blaðinu dreift á starfstöðvar félagsmanna og helstu biðstofur landsins.