Kjarasamningsviðræður SSF
Samninganefndir SSF og SA (SFF) hafa fundað reglulega undanfarnar vikur um kjarasamninga félagsmanna SSF. Síðasti fundur samningsaðila var í gær, miðvikudaginn 8. maí, í húsakynnum SSF að Nethyl. Viðræðurnar byggja á svipuðum grunni og félög verkamanna, verslunarmanna og iðnaðarmanna hafa samið við Samtök atvinnulífsins.
Samninganefnd SSF vill að sjálfsögðu fara eigin leiðir varðandi launahækkanir félagsmanna (innan og utan launatöflu) og framkvæmd á styttingu vinnutíma á ársgrundvelli. Að auki eru nokkur önnur sérmál félagsmanna sem samninganefnd SSF leggur áherslu á.
Vinnuhópar hvor í sínu lagi munu vinna núna fram yfir helgi að nánari tillögum og útfærslu. Næsti fundur samningsaðila verður strax í næstu viku.
Ef samkomulag verður ekki í augsýn í næstu eða þarnæstu viku á samninganefnd SSF þann eina kost að vísa ágreiningi til Ríkissáttasemjara.