Gjaldfrjáls þjónusta við atvinnuleit
SSF hvetur félagsmenn sína sem misstu störf sín á dögunum til að nýta sér þessa þjónustu og hafa samband við Hagvang sem allra fyrst. Hagvangur leggur metnað í að veita persónulega og góða þjónustu og farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Þjónusta Hagvangs snýr m.a. að því að móta nýjan starfsferil, auðkenna styrkleika þína og nýta þá í væntanlegri starfsleit. Jafnframt er farið yfir ýmis hagnýt atriði sem nýtast í atvinnuleit, svo sem gerð ferilskrár, undirbúningur fyrir atvinnuleit og atvinnuviðtöl og fleira.
Hér er tengill á upplýsingablað frá Hagvangi þar sem finna má upplýsingar og tengiliði sem þjónusta félagsmenn SSF.