skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Starf trúnaðarmannsins

Starf trúnaðarmannsins

Innan trúnaðarmannahóps SSF starfar þéttur og samheldinn hópur yfir hundruð einstaklinga
með áratuga reynslu. Þessi hópur gegnir trúnaðarmannastörfum fyrir félagsmenn SSF sem
og stéttarfélagið. Hjá kjörnum trúnaðarmönnum er eðlilegt að upp komi ótal spurningar
sem erfitt getur reynst að fá svör við. Mikilvægt er þó að gefa sér tíma í að kynnast starfinu
og afla upplýsinga innan úr röðum trúnaðarmanna og skrifstofu SSF.
Trúnaðarmaðurinn er fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustaðnum, kjörinn af samstarfmönnum
og þ.a.l. umboðsmaður þeirra gagnvart atvinnurekanda og stéttarfélagi. Að því leyti er
trúnaðarmaðurinn bæði í stöðu varðmanns gagnvart réttindum samstarfsmanna sinna og
jafnframt upplýsingagjafi (tengiliður) stéttarfélagsins.
Meginstarf trúnaðarmannsins er að gæta þess að kjarasamningar, lög og réttindi starfsmanna
séu virt í hvívetna. Mikilvægt er að trúnaðarmenn kynni sér almennt kjör félagsmanna SSF,
kjarasamninga, lög og réttindi starfsmanna.

Trúnaðarmannahandbók SSF er gagnlegt rit fyrir trúnaðarmenn og alla þá sem vilja þekkja réttindin sín.

Search