skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Matartímar á heimavinnustöð

Matartímar á heimavinnustöð

 

Þegar Covid 19 skall á Íslandi í byrjun mars s.l. voru allir óviðbúnir þeim stormi. Fjármálafyrirtækin gerðu það sama og mörg önnur fyrirtæki, það er loka fyrir aðgengi viðskiptavina að vinnustöðum og skipuleggja heimavinnu sem flestra (þar sem því var við komið).

Ýmis matskennd atriði hafa komið til álita sem tengjast heimavinnu er varða kjarasamningsbundin atriði, vinnuaðstæður og margt fleira. Allir lögðust á eitt við að finna lausnir við þessar sérstöku aðstæður þar sem mikilvægast var að reka fyrirtækin áfram með sem minnstri truflun á daglegri starfsemi og þjónustu við viðskiptamenn.

Eitt álitamál sem kom fljótlega upp varðandi heimavinnustöðvar var ákvæðið um 1 klst. í matartíma þar sem ekki er mötuneyti. (grein 3.1.1 í kjarasamningi SSF/SA). SSF túlkaði þessa grein nokkuð frjálslega í upphafi veirutímans, þar sem viðvera starfsmanns við skjáinn í heimavinnustöð yrði aldrei nákvæmlega mæld af yfirmönnum (en það er gert í ákveðnum deildum). Í ljósi þess að tímabundið ástand fór úr því að vera vikur í mánuði, sem enginn gerði sér grein fyrir í upphafi, er ástæða til þess að árétta það að kjarasamningsbundinn réttur er óbreyttur og óháður vinnustöð. SSF áréttar því  grein 3.1.1 en hún hefur alltaf verið túlkuð með eftirfarandi hætti og ríkt gagnkvæmur skilningur þar á:

Ef mötuneyti er ekki fyrir hendi skal matartími vera ein klst. á sama tímabili án lengingar dagvinnutímabils”.

 

 

Search