Kjarabreytingar um áramót
Laun hækkuðu samkvæmt kjarasamningum þann 1. janúar í ár.
Allir sem hafa laun kr. 545.999 og lægri, innan sem utan töflu, fá kr. 24.000 hækkun mánaðarlauna.
Starfsmenn með laun hærri en kr. 546.000 fá kr. 15.750 hækkun mánaðarlauna.
Desemberuppbót verður kr. 96.000
Orlofsuppbót verður kr. 52.000
Frá og með 1. janúar 2021 verður launatafla alveg felld niður og í staðinn tekin upp lágmarkslaun helstu starfsheita og þau fest við krónutölur.
Lágmarkslaun fyrir þessi starfsheiti verða:
Nýliðar 392.055
Gjaldkerar og bankaritarar 419.990
Þjónustufulltrúar og ráðgjafar 472.285
Féhirðir 529.942
Sérfræðingar 570.000
Launataflan hefur ekki reynst vel undanfarin ár og flestir eru nú ráðnir til starfa á umsamin fastlaun og fylgja í engu ákvæðum launatöflu, m.a. starfsaldursálagi. Meðallaun félagsmanna hafa þannig verið þó nokkuð hærri en efsti flokkur í launatöflu SSF sýnir.
Fæðingarorlof
Þá hafa átt sér stað breytingar á fæðingarorlofslögum sem fela það í sér að sjálfstæður réttur hvors foreldris er 6 mánuðir en heimilt er að framselja allt að 1,5 mánuði milli foreldra. Þannig getur annað foreldrið tekið allt að 7,5 mánuði af 12 mánaða réttinum og hitt foreldrið 4,5 mánuði henti það aðstæðum foreldra. Nánari upplýsingar hjá Fæðingarorlofssjóði, www.faedingarorlof.is og á heimasíðu SSF; Fæðingar- og foreldraorlof – Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (ssf.is)
Breytingar á tekjuskatti einstaklinga
Um áramótin tók síðari áfangi breytinga á tekjuskatti einstaklinga gildi. Grunnþrep tekjuskatts lækkar á um 3,60 prósentustig og miðþrep hækkar um 0,75 prósentustig. Nýju skattprósenturnar verða því 17% í grunnþrepi og 23,5% í miðþrepi. Við prósenturnar bætist síðan útsvarsprósenta sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um breytingar á tekjuskatti má nálgast á vef Stjórnarráðsins; Stjórnarráðið | Breytingar á staðgreiðslu um áramót (stjornarradid.is)
Tryggingagjald
Í ársbyrjun 2021 lækkaði skatthlutfall almenns tryggingagjalds um 0,25 prósentustig, úr 4,9% í 4,65%. Þessi aðgerð er tímabundin í eitt ár og hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna efnahagsáhrifa kórónuveirunnar.
Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,35% í 6,10%.