skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

TRÚNAÐARMANNAKOSNING 2022 AFSTAÐIN- HVER ER ÞINN TRÚNAÐARMAÐUR?

TRÚNAÐARMANNAKOSNING 2022 AFSTAÐIN- HVER ER ÞINN TRÚNAÐARMAÐUR?

Í febrúar fór fram trúnaðarmannakosning en hún fer fram á tveggja ára fresti.  Í ár tóku 26 nýir trúnaðarmenn við störfum fráfarandi trúnaðarmanna, en 69 hlutu endurkosningu. Samtals eru því 95 trúnaðarmenn sem sinna því að standa vaktina fyrir sína samstarfsmenn, hvar af 23 þeirra eru karlmenn og 72 konur.

Starf trúnaðarmannsins er margþætt en meginhlutverk þeirra er að gæta hagsmuna starfsmanna og að vera tengiliðir við stéttarfélagið.  SSF kappkostar að undirbúa og mennta sína trúnaðarmenn vel til þess að efla þá í sínu mikilvæga trúnaðarmannastarfi, og því mikilvægt að veita þeim svigrúm til að sækja sér þessa menntun.

SSF óskar nýjum trúnaðarmönnum til hamingju með kosninguna, og þakkar jafnframt fráfarandi trúnaðarmönnum kærlega fyrir sitt framlag til stéttarfélagsins.  Trúnaðarmannastarfið er ekki greitt og því kann SSF vel að meta þegar félagsmenn gefa sér tíma til að sinna þessu mikilvæga starfi.

 

 

Search