BANKARNIR ERU VEL AFLÖGUFÆRIR
Við útgáfu síðustu skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika viðraði seðlabankastjóri þá skoðun sína að staða bankanna væri það góð að þeir gætu vel veitt viðskiptavinum sínum stuðning þegar þeir þurfa að skipta úr ódýrum fastvaxtalánum yfir í aðrar lausnir.
Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja var rúmir 40 ma.kr. á fyrri árshelmingi ársins 2023 og hafði aukist um 23% frá sama tímabili síðasta árs þegar hagnaðurinn var tæpir 33 ma.kr. Þess ber reyndar að geta að hluta af mikilli aukningu hagnaðar má skýra með slæmri afkomu Landsbankans á árinu 2022. Rekstrartekjur bankanna voru tæpir 100 ma.kr. á fyrri helmingi þessa árs og höfðu aukist um 30% frá sama tíma á árinu 2022.
Þessar tölur sýna líka að bankarnir eru einnig vel aflögfærir þegar litið er til næstu kjarasamninga. Segja má að bankarnir hafi fengið ágæta meðgjöf í síðustu tveimur kjarasamningum þegar launakostnaður þeirra hækkaði hlutafallslega mun minna en gerðist í öðrum greinum. Reyndar má halda því fram að að þessi meðgjöf í kjarasamingum skýri hluta af mjög góðri afkomu þeirra á síðustu árum.