Athugasemd frá Íslenska lífeyrissjóðnum
Þann 5. apríl sl. birtist frétt hér á heimasíðunni um ávöxtun þeirra lífeyrissjóða sem félagsmenn SSF greiða aðallega í.
SSF hefur borist athugasemd frá Íslenska lífeyrissjóðnum með beiðni um að hún verði birt á heimasíðu SSF, sem er sjálfsagt að verða við.
Í þessu sambandi ber að taka fram að allar tölur sem birtar voru í upphaflegu í fréttinni voru teknar frá Fjármálaeftirlitinu/Seðlabankanum úr efni sem þeir aðilar birta til þess að hægt sé að bera ýmsar stærðir úr starfsemi lífeyrissjóða saman.
Athugasemd Íslenska lífeyrissjóðsins má sjá hér: Samanburður á Íslenska og Lífbank