skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

ALLT RÉTT INNI Í MÍNUM SÍÐUM?

ALLT RÉTT INNI Í MÍNUM SÍÐUM?

MÍNAR SÍÐUR

Það vill bregða við að félagsmenn hafi hvorki skráð inn á „Mínar síður“ netfang né símanúmer.   Það gerir okkur erfitt fyrir ef hafa þarf samband vegna einhvers sem snýr t.d. að umsóknum í sjóði SSF.

Það sem meira er að þegar kemur að atkvæðagreiðslu vegna kjarasamnings, þá geta þeir sem hafa hvorugt skráð ekki greitt atkvæði.  Við viljum því hvetja ykkur til þess að skoða skráninguna ykkar á „mínum síðum“ og skrá þetta sem fyrst inn.

GÖGN MEÐ UMSÓKNUM Í MENNTUNARSJÓÐ

Nú streyma inn umsóknir um námsstyrk vegna haustsins hvað úr hverju.  Af því tilefni er rétt að minna á að með öllum umsóknum þarf að fylgja greiðslukvittun. Í því sambandi er rétt að geta þess að ekki er nægjanlegt að senda reikning.  Að auki þarf að fylgja staðfesting á þátttöku í náminu, t.d. skjáskot úr nemendakerfum skólanna.  Nánari leiðbeiningar eru á heimasíðu ssf.is.

NÚ ER KOMIÐ SUMAR

Sumarið kom í gær. 25. apríl og óskar starfsfólk SSF ykkur gleðilegs sumars og þakkar ykkur veturinn.  Maí er síðasti mánuður í bili sem við njótum vinnustyttingar (í flestum tilfellum) svo við minnum á að nýta hana áður en við dettum inn í sumarið og fríið sem bíður okkar þar.

 

Search