1. MAÍ ER DAGUR TIL AÐ MINNAST
Í dag er 1. maí og þá er gott að minnast þess að öll okkar réttindi hafa fengist í gegn um stéttarbaráttu, Þessi réttindi hefur enginn fært okkur á silfurfati og gaman að geta þess að á næsta ári á SSF 90 ára afmæli svo stéttarfélagið hefur staðið vaktina ansi lengi. Þessu eigum við kannski til að gleyma og því er gott að fyrsta maí ber upp á hverju ári til að minna okkur á!
Nú um mundir stöndum við í enn einni baráttunni og standa samningaviðræður yfir. Ekki mikið að frétta sem stendur en vonandi á næstunni og við hvetjum ykkur öll til að fylgjast með miðlum okkar næstu daga ef eitthvað skyldi gerast.
Gleðilegan 1. maí og þakkir til allra þeirra sem hafa gefið sér tíma til að taka þátt í stéttarbaráttu í gegn um tíðina. Gleymum heldur ekki að stéttarfélag er hjóm eitt án þátttöku félagsmanna sem undir það heyra.