skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Mikil fækkun starfandi í fjármálageiranum

Mikil fækkun starfandi í fjármálageiranum

Fjöldi starfandi fólks í atvinnugreinum hefur þróast með mjög mismunandi hætti á síðustu árum. Á myndinni má sjá hvernig fjöldinn í heild- og smásöluverslun og upplýsingum og fjarskiptum hefur þróast með svipðum hætti og í öllum atvinnugreinum á tímabilinu frá 2008-2023. Fjöldi starfandi í öllum greinum jókst um 17% á þessu tímabili.

Myndin sýnir líka miklar sveiflur í fjölda starfandi í byggingageiranum. Veruleg fækkun varð strax eftir hrun og svo mikil fjölgun fram að covid sem truflaði þróunina aðeins. Síðan mikil fjölgun frá 2020.

Fjármálageirinn er í mikilli sérstöðu meðal greina og þar hefur verið nær stöðug fækkun starfandi allt tímabilið. Reyndar var fjöldinn óbreyttur milli 2022 og 2023 sem vonandi boðar að meiri stöðugleiki sé að koma í greinina. Fækkunin í fjármálageiranum frá 2008 til 2023 var 33%.

Search