skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Launaþróun á fjármálamarkaði

Launaþróun á fjármálamarkaði

Nú hefur Hagstofa Íslands birt niðurbrotnar launavísitölur fyrir fyrri hluta ársins 2024.

Sé litið á núverandi samningstímaabil hefur launahækkun í fjármálageiranum frá áramótum fram til júní verið 4,6%. Samningsbundin hækkun í byrjun maí var 3,25% þannig að það lítur út fyrir að það sé eitthvert launaskrið í gangi.

Sé litið á launa- og kaupmáttarbreytinguna frá upphafi lífskjarasamninganna 2019 sést að fjármálageirinn er tiltölulega lágur miðað við aðra viðmiðunarhópa í myndinni, en kaupmáttarstaðan er þó enn jákvæð m.v. upphafspunktinn. Tölurnar fyrir fjármálamarkaðinn sýna meðaltalshækkun allra á fjármála- og vátryggingarmarkaði. Það þarf að taka mið af því að hluti opinberra starfsmanna hafði ekki samið í júní.

Ef við skoðum styttra tímabil, þ.e. frá nóvember 2022 þegar næst síðasti samningur rann út er staðan svipuð. Fjármálageirinn er neðarlega, og enn er minnt á samningsleysi opinberra starfsmanna. Kaupmáttarstaðan er enn í járnum.

Það er of stutt liðið af núgildandi samningstímabili til þess að skoða það strax, en staða félagsmanna SSF ætti að hafa skánað hlutfallslega miðað við aðra eftir að við náðum að brjóta niður krónutöluhækkanirnar í síðustu samningum.

Search