TRÚNAÐARMENN LÆRA RÆÐULIST
Á dögunum hélt SSF námskeið fyrir trúnaðarmenn sem hafa klárað trúnaðarmannanámskeið l-ll. Námskeiðið fól í sér kennslu í að koma fram og halda ræður. Það er gott fyrir hvern sem er, og ekki síst trúnaðarmenn, að þjálfa sig í þeirri list sem ræðulist er og geta staðið upp í pontu og tjáð sig.
Ólafur Guðmundsson, leikari og kennari í MH sá um kennsluna og var ekki annað að sjá en að trúnaðarmenn væru ánægðir með námskeiðið sem fékk 10 í einkunn.