BLUNDAR Í ÞÉR FÉLAGSMÁLATRÖLL?
Ef svo er, þá er tækifærið núna að gefa kost á sér til þess að gegna starfi trúnaðarmanns því dagana 8-9. febrúar verður kosinn trúnaðarmaður á þínum vinnustað. Trúnaðarmaður er lykilmaður á hverjum vinnustað og sá sem leita skal til ef upp koma ágreiningsefni á vinnustað og er besti tengiliðurinn við SSF til að koma upplýsingum á framfæri. Bakland trúnaðarmanna er svo SSF ef ekki tekst að leysa mál innan fyrirtækis.
Núverandi trúnaðarmaður heldur utan um framboð og kosningar trúnaðarmanns og auglýsir það með 7-10 daga fyrirvara. Þið hafið því nokkra daga til að íhuga hvort þetta er tækifæri fyrir ykkur til að láta gott af ykkur leiða.
SSF sér um að mennta sína trúnaðarmenn og mun halda námskeið dagana 13-14 mars 2024 bæði fyrir nýkjörna trúnaðarmenn og þá sem ekki hafa sótt samsvarandi námskeið áður. Allar upplýsingar um trúnaðarmenn má finna inni á heimasíðu SSF: https://www.ssf.is/trunadarmenn/samningur-um-trunadarmenn/