Breytingar á kjarasamningi 1. apríl
Þann 1.4.2020 verða ýmsar breytingar á kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtaka atvinnulífsins (SA).
Launahækkanir 1.4.2020:
Öll mánaðarlaun kr. 522.000 (lflk 171) og lægri hækka um kr. 24.000/mán.
Öll mánaðarlaun hærri en kr. 522.000 hækka um kr. 18.000/mán.
Kjaratengdir liðir hækka um 2,5% á sömu dagsetningum nema um annað hafi verið samið.
Orlofsuppbót 1.5.2020 verður kr. 51.000.
Launatafla:
Launaflokkar 172 til 203 verða felldir niður og efsti launaflokkur eftir breytingu verður lflk 171.
Athugið vel grein 13.3.2 sem segir: „Enginn starfsmaður skal lækka í launaflokki eða öðrum kjörum frá því sem nú er samkvæmt samningi þessum eða sérsamningum. Hafi starfsmaður betri kjör en í samningi þessum greinir skulu þau haldast“.
Yfirvinnukaup, kafli 1.3:
Grein 1.3.1 var: „…Tímakaup fyrir yfirvinnu í hverjum launaflokki er 1,0385% af mánaðarlaunum miðað við þann launaflokk sem viðkomandi starfsmaður tekur laun eftir“.
Grein 1.3.1 verður: „…Tímakaup fyrir yfirvinnu er 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu“
Grein 1.3.2 um yfirvinnukaup á skilgreindum stórhátíðum, 1,375%, tekur sömu breytingum varðandi mánaðarlaun.
Félagsgjald til SSF:
Hámark félagsgjalda til SSF er nú (mars 2020) 0,7% af launaflokki 203 (17% álag), eða 0,7% af kr. 694.568 = kr. 4.862.
Frá og með 1.4.2020 verður félagsgjald til SSF áfram 0,7% af mánaðarlaunum, en að hámarki krónur 4.600/mán.
Fæðingarstyrkur: Fæðingarstyrkur hækkar um 2,5%, úr kr. 79.981 í kr. 81.980.