DANSKIR BANKAR TAKMARKA NOTKUN ChatGPT
Fjármálakerfið stendur frammi fyrir stóru verkefni en hin nýja kynslóð gervigreindartækni, t.d ChatGPT, hefur smeygt sér inn í fjármálafyrirtækin af fullum þunga líkt og í öðrum greinum. Í Danmörku hafa nokkrir bankar sett takmörk á notkun en vinna á sama tíma að því að koma enn meiri gervigreind inn í sinn eigin rekstur.
Allir þrír stóru dönsku bankarnir, Jyske Bank, Nordea og Danske Bank hafa innleitt ýmis inngrip eða takmarkanir til að draga úr hættunni á að ChatGPT og svipuð gervigreindartæki séu notuð á rangan hátt. Þessir bankar fylgja því almennri þróun í fjármálageiranum, þar sem ýmsar alþjóðlegar stofnanir hafa innleitt takmarkanir á notkun nýju gervigreindartækjanna sem eru aðgengileg öllum.
Stærsti banki Bandaríkjanna, JPMorgan Chase, ákvað þegar í febrúar að takmarka notkun starfsmanna sinna á ChatGPT. Takmarkanir fylgdu í kjölfarið hjá stórum bönkum eins og Citigroup, Goldman Sachs, Bank of America og Deutsche Bank.
Innan Nordea er t.d. unnið að lausn þar sem starfsmenn geta notað ChatGPT og aðra gervigreindarþjónustu á öruggan og samræmdan hátt í samræmi við leiðbeiningar fyrirtækisins. Þar til nýja lausnin er fundin er aðgangur að ChatGPT og svipaðri þjónustu takmarkaður.