EIGA SUMARSTARFSMENN EINHVERN RÉTT?
Svarið við því er já. Á heimasíðu SSF, ssf.is/Mínar síður geta sumarstarfsmenn sótt um styrki. En til þess að ferlið gangi vel þarf að passa að öll gögn séu rétt, og að með þeim sé staðfesting á því að viðkomandi sé sumarstarfsmaður eða að það sé tiltekið inni í umsókninni undir liðnum „Athugasemdir“. Ef sótt er um styrk í Menntunarsjóðinn þarf að fylgja með umsókn staðfesting á námi, og gild greiðslukvittun. Það má vera millifærsla í banka ef fram kemur hver greiðir og hver er viðtakandi. Við tökum reikning ekki sem gilda kvittun nema það komi skýrt fram á honum að hann sé greiddur.
Menntunarsjóður:
Sumarstarfsmenn eða aðrir lausráðnir félagsmenn sem starfa samfellt í 6 mánuði eða styttra geta sótt um eftirfarandi styrk:
Greiddur er styrkur sem nemur allt að 80% af námskeiðsgjöldum, að hámarki kr. 30.000,- á hverju almanaksári.
Styrktarsjóður:
Sumarstarfsmenn geta sótt um þá styrki sem eru í boði, en þurfa að hafa nýtt þjónustuna á starfstíma sínum. Það er því ekki hægt að senda inn kvittanir sem dagsettar eru utan þess tíma.
Á heimasíðu SSF, ssf.is, má sjá nánari upplýsingar um báða sjóðina.
Í leiðinni er upplagt að skoða annað efni en þarna er að finna ýmsan fróðleik, því starf stéttarfélaga snýst auðvitað um svo miklu meira en styrki. Við bendum m.a. á kjarasamninginn undir liðnum “Kjaramál”, síðustu launakönnun sem gerð var í október 2021, en hana er að finna undir liðnum “Útgáfa” ásamt litlum auglýsingabæklingi um SSF sem heitir „Traustur bakhjarl“, en þar er að finna af hverju það er gott að vera í SSF.
Geta sumarstarfsmenn sótt stax um styrki?
Um leið og búið er að senda félagsgjöld sumarstarfsmanna til SSF, þá virkjast þeir í kerfum SSF en fyrr ekki. Það getur því liðið einhver tími þar til hægt er að sækja um, en þá er bara að hinkra aðeins. Ef hinsvegar óeðlilega langur tími líður er um að gera að senda okkur línu á [email protected] eða hafa samband símleiðis.
Við bjóðum sumarstarfsmenn velkomna til starfa og sem félagsmenn í stéttarfélagið SSF.