skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

ER LAUNAVIÐTALIÐ VANNÝTT AUÐLIND?

ER LAUNAVIÐTALIÐ VANNÝTT AUÐLIND?

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar launakönnunar óskuðu 61,9% svarenda ekki eftir launaviðtali á síðustu 12 mánuðum. 31,4% óskuðu efir launaviðtali og fengu það.

73,4% þeirra sem óskuðu eftir launaviðtali fengu jákvæða niðurstöðu. Kjör breyttust mjög til hins betra í 7,2% tilvika og breyttust heldur til hins betra í 66,2% tilvika. Í könnuninni 2021 fengu 64,6% jákvæðan árangur úr viðtali, 6,7% mun betri kjör og 57,9% heldur betri kjör.

Umræða um launaviðtalið er yfirleitt neikvæð innan okkar raða, en þessar niðurstöður benda til þess að þeir sem fara þessa leið ná oft einhverjum árangri, sem fer greinilega líka batnandi. Kannski mættu fleiri reyna.

Í september sl. birtum við frétt um launaviðtöl með ýmsum ábendingum um það hvað ber að hafa í huga þegar farið er í slíkt viðtal.

 

 

 

 

 

Search