ERT ÞÚ BÚIN AÐ SVARA KALLINU?
Nú þegar „Bleikur október“ er langt kominn er ekki úr vegi að hvetja allar okkar konur í SSF til að sinna kallinu þegar boðsbréf berst um að bóka tíma í skimun fyrir krabbameini.
Borið hefur á umræðu í fjölmiðlum undanfarið þess efnis að heldur hefur dregið úr því að konur fari og nýti sér þessa þjónustu. Minnt er á að konur geta farið úr vinnu í þessa skoðun, en það hefur vonandi ekki verið vandamál hjá SSF-konum.
Styrktarsjóður SSF geiðir kostnað sem hlýst af þessari skimun undir flokknum „Krabbameinsskoðun“, allt að kr. 100.000 á hverjum 12 mánuðum.
En þó október sé vissulega helgaður krabbameinsforvörnum kvenna, hvetjum við að sjálfsögðu alla karla til að nýta sér þau forvarnarúrræði sem í boði eru fyrir þá.