FÖGNUM 1. MAÍ
Í dag höldum við upp á 1. maí, og minnumst þess að réttindi launafólks fengust ekki án baráttu.
Það sem okkur finnast sjálfsögð réttindi í dag eins og atvinnuleysisbætur, fengust í gegn eftir áralanga baráttu. Hann var stofnaður formlega 1956 í kjölfar 6 vikna verkfalls á árinu 1955 og eftir að hafa gefið eftir 10% af launakröfum. Á RÚV hafa undanfarnar vikur verið fluttir 3 áhugaverðir þættir um “Öryggisjóð verkalýðsins” fyrir þá sem vilja kynna sér sögu sjóðsins betur.
Bankastarfsfólk sem aðrir hafa notið góðs af tilurð Atvinnuleysistryggingasjóðs í gegn um tíðina, ekki síst í kjölfar bankahrunsins 2008.
Það er gott að minnast þessa og annarra réttinda 1. maí og þakka þeim sem stóðu í baráttunni þá sem nú.
Til hamingju með daginn!