skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Fordæmalaus tillaga SA

Fordæmalaus tillaga SA

Í gær, mánudaginn 21. mars, barst samninganefnd SSF tillaga frá Samtökum atvinnulífsins (SA) um hvernig uppfylla megi endurskoðunarákvæði 8. gr. kjarasamnings SSF.  Í þeirri tillögu er blandað saman alls óskyldum málum svo sem réttindum sem SSF-490félagsmenn SSF hafa áunnið sér undanfarna áratugi, meðal annars lífeyrismál.  Af hendi samninganefndar SSF er ekki til umræðu að gera neinar slíkar breytingar á áunnum réttindum enda er endurskoðunarákvæðið skýrt og þær kjarabætur sem það tryggir eiga að vera hrein viðbót við kjarasamninginn.

Samninganefndirnar eru þó sammála um að launahækkun sem átti að vera 5,5% þann 1. maí nk. verði 6,2% hækkun á öll laun frá 1.1. 2016 með þeim fyrirvara að samningar náist um aðra þætti.

Nánari fréttir af samningamálum verða birtar eftir því sem framvindur.

Search