skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Formanna- og trúnaðarmannafundur í vikunni

Formanna- og trúnaðarmannafundur í vikunni

Helsta forystufólk og trúnaðarmenn innan SSF kom saman á formannafund samtakanna sem haldinn var á Hótel Örk í Hveragerði þriðjudaginn 25. apríl. Fundurinn var mjög vel sóttur, en rúmlega 60 manns voru á fundinum.

Megin viðfangsefni fundarins var undirbúningur næstu kjarasamninga. Farið var ítarlega yfir stöðu mála á vinnumarkaði starfsmanna fjármálafyrirtækja,  fjallað um kröfugerð fyrir næstu kjarasamninga og skipulag starfsins á næstu mánuðum. Mikill áhugi er á því innan SSF að fá fyrirtækin sjálf meira að samningaborðinu en verið hefur og munu samtökin hafa frumkvæði að slíkum viðræðum á næstunni.

Á fundinum fór einnig fram sérstök kynning á kaupaukakerfinu í Arion banka og rætt um stöðu þeirra mála hér á landi. Þá hélt Eyþór Eðvarðsson frá Þekkingarmiðlun athyglisvert erindi um það hvernig má virkja þann kraft sem getur falist í þeirri streitu sem mörg okkar búa við í amstri dagsins.

Search