skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Formanna- og trúnaðarmannafundur SSF 2014: „Gefur góð fyrirheit“

Formanna- og trúnaðarmannafundur SSF 2014: „Gefur góð fyrirheit“

Fulltrúar SSF á formanna- og trúnaðarmannafundi SSF þann 14. nóv. á Selfossi. (Smellið á myndina til að stækka)

Fulltrúar SSF á formanna- og trúnaðarmannafundi SSF þann 14. nóv. á Selfossi. (Smellið á myndina til að stækka)

Sameiginlegur fundur trúnaðarmanna og formanna aðildarfélaga SSF var haldinn dagana 13. og 14. nóvember sl. á Selfossi. Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust miklar umræður á fundinum, einkum um kjaramál starfsmanna fjármálafyrirtækja en unnið var í hópavinnu við undirbúning kjarasamningsviðræðna með sambærilegu fyrirkomulagi og var á  Þjóðfundinum árið 2010.

Yfir sjötíu félagsmenn aðildarfélaga SSF sóttu fundinn þar sem farið var yfir horfur komandi kjarasamningsviðræðna, lífeyrismálin, stefnumótun SSF og fleira, en fyrst og fremst var áherslan lögð á kjaragerð samtakanna þar sem áherslur samtakanna voru kortlagðar.

„Markmiðið með hópavinnu í tengslum við undirbúning kjaragerðar er að kanna afstöðu félagsmanna og forgangsröðun“ segir Friðbert Traustason, formaður SSF. Hann segist ánægður með þann baráttuvilja sem kom fram á fundinum og „mætingin sýnir að okkar félagsmenn vilja ná fram kjarabótum í næstu kjarasamningsviðræðum og þessi fundur gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið.“

Eftir á að greina niðurstöður hópavinnu fundarins en hugur félagsmanna á fundinum var skýr og „við göngum út af fundinum vitandi að erfiðar kjarasamningsviðræður eru framundan og því gríðarlega mikilvægt að fá skýra afstöðu okkar félagsmanna um áherslur og forgangsröðun fyrir þær viðræður“ segir Friðbert að lokum.

Search