Framkvæmdastjóraskipti hjá Lífeyrissjóði bankamanna
Nýr framkvæmdastjóri, Tryggvi Tryggvason, hefur verið skipaður hjá Lífeyrissjóði bankamanna og mun hann hefja störf í september 2015.
Tryggvi er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MSc gráðu í fjármálum frá University of Strathclyde í Glasgow. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Tryggvi er með 15 ára starfsreynslu úr fjármála- og bankageiranum og starfaði lengst af hjá Landsbankanum og dótturfélögum hans, m.a. sem forstöðumaður markaðsviðskipta, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðasviðs, framkvæmdastjóri Landsbankans í Lúxemborg og framkvæmdastjóri Landsvaka. Síðar var Tryggvi framkvæmdastjóri fjárstýringar hjá Saga Fjárfestingarbanka. Áður starfaði Tryggvi sem framkvæmdastjóri Kaupþings Norðurlands og sem sjóðsstjóri hjá Verðbréfamarkaði Íslandsbanka.
Þá starfaði Tryggvi í 3 ár sem fjármálastjóri Karls K Karlssonar ehf. og um tíma sjálfstætt við fjármálaráðgjöf.
http://www.lifbank.is/forsida/