HÆTTAN VIÐ AÐ FARA Í FÆÐINGARORLOF
Á síðustu árum hafa komið til SSF óþarflega mörg mál varðandi konur sem lenda í ýmsum skakkaföllum á vinnustað þegar þær koma til baka úr fæðingarorlofi. Mál af þessum toga eru allt of mörg. Breytingarnar á umhverfi starfsfólks í fjármálageiranum eru miklar og mjög hraðar. Sú staða kemur því stundum upp að það starf sem konur unnu áður en þær fóru í fæðingarorlof hefur breyst verulega eða er kannski ekki til…