skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN

BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN

  • 23. desember, 2024

Stjórn og starfsmenn SSF óska félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Við þökkum samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til að vinna með ykkur á nýju ári. Njótið samverunnar með ykkar bestu hvort sem er við lestur, spil, útivist eða annað skemmtilegt. Inn á milli yrðu smáfuglarnir glaðir að fá eitthvað gott í gogginn í kuldanum.

Lesa meira
STYRKTARSJÓÐUR SSF OG ÍÞRÓTTASTYRKUR FYRIR ALLA

STYRKTARSJÓÐUR SSF OG ÍÞRÓTTASTYRKUR FYRIR ALLA

  • 18. desember, 2024

Styrktarsjóður SSF og íþróttastyrkur greiddur af fjármálafyrirtæki Greiðsla fjármálafyrirtækja inn í Styrktarsjóð SSF er 0,7% af launum á mánuði. Iðgjald til sjúkrasjóða lang flestra annarra stéttarfélaga er 1% af launum (í grunninn byggt á 7. grein laga nr. 19/1979). Ástæðan fyrir lægra iðgjaldi hjá SSF er sú að samningsaðilar hafa sammælst um að fyrirtækin sem eru aðilar að kjarasamningi SSF greiði sjálf út íþróttastyrki til starfsmanna sinna, reyndar oft í gegnum starfsmannafélög á…

Lesa meira
TRÚNAÐARMENN LÆRA RÆÐULIST

TRÚNAÐARMENN LÆRA RÆÐULIST

  • 11. desember, 2024

Á dögunum hélt SSF námskeið fyrir trúnaðarmenn sem hafa klárað trúnaðarmannanámskeið l-ll.  Námskeiðið fól í sér kennslu í að koma fram og halda ræður. Það er gott fyrir hvern sem er, og ekki síst trúnaðarmenn, að þjálfa sig í þeirri list sem ræðulist er og geta staðið upp í pontu og tjáð sig.     Ólafur Guðmundsson, leikari og kennari í MH sá um kennsluna og var ekki annað að…

Lesa meira
HEILDARKJARASAMNINGURINN KOMINN Á HEIMASÍÐUNA

HEILDARKJARASAMNINGURINN KOMINN Á HEIMASÍÐUNA

  • 4. desember, 2024

Vekjum athygli félagsmanna á því að nú er kominn inn á heimasíðu SSF endanleg útgáfa heildarkjarasamnings SSF og SA.   Hann má finna hér: https://www.ssf.is/wp-content/uploads/2024/12/Kjarasamningur-SSF-og-SA-2024-2028-1.pdf Ýmsir kjaratengdir liðir hækka samsvarandi þeim % hækkunum sem um var samið.  Dæmi um það er upphæð fæðingarstyrks sem hækkar sem hér segir en þess má geta að upphæð fæðingarstyrks var kr. 90.438 fyrir fyrstu hækkun þessa kjarasamnings: 1.2.2024 3,25% 93.377 1.1.2025 3,50% 96.645 1.1.2026 3,50%…

Lesa meira
Tölur úr uppgjörum bankanna – miklar greiðslur til samfélagsins

Tölur úr uppgjörum bankanna – miklar greiðslur til samfélagsins

  • 22. nóvember, 2024

Ársfjórðungsleg uppgjör viðskiptabankanna vekja jafnan mikla athygli og niðurstöðurnar lenda jafnan milli tannanna á fólki, sérstaklega stjórnmálamönnum, og oft eru hinar ýmsu stærðir túlkaðar á óhefðbundinn hátt. Fókusinn er oftar en ekki settur á hagnað bankanna sem óneitanlega er mikill sé miðað við íslensk fyrirtæki. Í því sambandi skiptir auðvitað miklu að þarna er um að ræða stærstu fyrirtækin á íslenskum markaði og ef grannt er skoðað er arðsemin af…

Lesa meira
HÆTTAN VIÐ AÐ FARA Í FÆÐINGARORLOF

HÆTTAN VIÐ AÐ FARA Í FÆÐINGARORLOF

  • 14. nóvember, 2024

Á síðustu árum hafa komið til SSF óþarflega mörg mál varðandi konur sem lenda í ýmsum skakkaföllum á vinnustað þegar þær koma til baka úr fæðingarorlofi. Mál af þessum toga eru allt of mörg. Breytingarnar á umhverfi starfsfólks í fjármálageiranum eru miklar og mjög hraðar. Sú staða kemur því stundum upp að það starf sem konur unnu áður en þær fóru í fæðingarorlof hefur breyst verulega eða er kannski ekki til…

Lesa meira
MÍNAR SÍÐUR RÉTTAR?

MÍNAR SÍÐUR RÉTTAR?

  • 8. nóvember, 2024

Undanfarið hefur töluvert borið á því að upplýsingar inni á „mínum síðum“ eru ófullnægjandi og greiðslur styrkja farið á villu vegna þess.  Það er nefnilega svo að ef ekki er skráð netfang eða símanúmer þá getum við ekki haft samband eins og gefur að skilja.  Sömuleiðis fara greiðslur á villu ef ekki er skráð reikningsnúmer, eða ef það er ekki rétt skráð. Farið því endilega inn á ssf.is og þar…

Lesa meira
KVENNAÁR 2025

KVENNAÁR 2025

  • 29. október, 2024

Á vel heppnuðu kvöldi í Bíó Paradís sl. fimmtudagskvöld afhenti framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum. Um kröfurnar má lesa nánar hér: https://kvennaar.is En hvers vegna kvennaár er spurt á vefsíðu nefndarinnar, kvennaar.is.  Þar segir m.a: „Það eru liðin 50 ár frá því að konur hér á landi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu í hálfa öld búa konur enn…

Lesa meira
KVENNAVERKFALL – HVAÐ SVO?

KVENNAVERKFALL – HVAÐ SVO?

  • 22. október, 2024

Næstkomandi fimmtudag er blásið til viðburðar í Bíó Paradís.  Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu um viðburðinn: "Þann 24. október næstkomandi standa 34 samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks fyrir viðburði í Bíó Paradís kl. 18:30, þar sem framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 kynnir sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum, nákvæmlega einu ári eftir Kvennaverkfall og stærsta baráttufund Íslandssögunnar. Að viðburði loknum, verður „Dagurinn sem Ísland stöðvaðist”, spennandi heimildamynd eftir Pamelu…

Lesa meira
ERT ÞÚ BÚIN AÐ SVARA KALLINU?

ERT ÞÚ BÚIN AÐ SVARA KALLINU?

  • 15. október, 2024

Nú þegar „Bleikur október“ er langt kominn er ekki úr vegi að hvetja allar okkar konur í SSF til að sinna kallinu þegar boðsbréf berst um að bóka tíma í skimun fyrir krabbameini. Borið hefur á umræðu í fjölmiðlum undanfarið þess efnis að heldur hefur dregið úr því að konur fari og nýti sér þessa þjónustu. Minnt er á að konur geta farið úr vinnu í þessa skoðun, en það hefur…

Lesa meira
Search