skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
BREYTING Á STYRKFJÁRHÆÐ

BREYTING Á STYRKFJÁRHÆÐ

  • 24. mars, 2023

Frá og með 1. apríl næstkomandi munu styrkir undir liðnum „Hjartaskoðun – áhættumat“ í Styrktarsjóðnum verða að hámarki kr. 35.000. Styrkir eru veittir vegna áhættumatsskoðunar hjá viðurkenndum aðilum innan heilbrigðiskerfisins. Breytingin er m.a. tilkomin vegna fjárhagsstöðu Styrktarsjóðs, en iðgjöld fjármálafyrirtækjanna til hans lækka hlutfallslega með fækkun félagsmanna.

Lesa meira
MOTTUMARS – ERT ÞÚ BÚINN AÐ FARA Í SKOÐUN?

MOTTUMARS – ERT ÞÚ BÚINN AÐ FARA Í SKOÐUN?

  • 21. mars, 2023

Mottumars – ekki humma fram af þér heilsuna Nú er mars eða eins og hann hefur verið kallaður undanfarin ár "Mottumars". Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Þriðji hver karlmaður greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað í meðferð krabbameina á undanförnum árum og fimm ára lífshorfur hafa meira en tvöfaldast frá því að skráning hófst. Mikilvægt er að…

Lesa meira
FORMAÐURINN MÆTTUR Á SKRIFSTOFU SSF

FORMAÐURINN MÆTTUR Á SKRIFSTOFU SSF

  • 14. mars, 2023

Á síðasta þingi SSF haldið í mars 2022 tók Ari Skúlason við sem formaður SSF. Hann var áfram í starfi sínu hjá Landsbankanum fyrsta árið sem formaður SSF en hóf störf á skrifstofu SSF þann 1. mars s.l. Fyrst um sinn starfar Ari við hlið núverandi framkvæmdastjóra SSF en tekur síðan við því starfi samhliða formennsku fyrir næstu áramót. Við bjóðum Ara hjartanlega velkominn til starfa, framundan eru átakatímar og…

Lesa meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna – Ryðjum brautina

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna – Ryðjum brautina

  • 7. mars, 2023

Á morgun 8 mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Af því tilefni er boðað er til stafræns hádegisfundar. Yfirskrift fundarins er Ryðjum brautina: Metum konur af erlendum uppruna að verðleikum.  Fundurinn verður haldinn á Zoom milli 12 og 13 og túlkað verður á bæði íslensku og ensku. Dagskrá: Opnunarávarp: Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands Aðalfyrirlestur: Anna Wojtynska, nýdoktor í Háskóla Íslands: 'Trapped in migrants sector?' Foreign women in Icelandic labour market. Erindi: Merab…

Lesa meira
SSF-blaðið komið út

SSF-blaðið komið út

  • 17. febrúar, 2023

Kæru félagar, SSF-blaðið er komið út og má finna Hér Í blaðinu má meðal annars lesa fróðlegt og skemmtilegt viðtal við Friðbert Traustason sem hætti sem formaður SSF á síðasta þingi, eftir áratuga langt starf í þágu SSF sem hét reyndar SÍB þegar hann byrjaði í stjórn. Þann tíma sem Friðbert sat í stjórn voru heldur betur breytingar í bankakerfinu og á réttindum félagsmanna SSF sem fróðlegt er að lesa um…

Lesa meira
NIÐURSTAÐA KOSNINGAR – KJARASAMNINGUR NAUMLEGA SAMÞYKKTUR!

NIÐURSTAÐA KOSNINGAR – KJARASAMNINGUR NAUMLEGA SAMÞYKKTUR!

  • 27. janúar, 2023

Ágætu félagsmenn Þátttaka í kosningunni var frábær, 82,2% félagsmanna kusu. Já sögðu 1.568 - 53,5% Nei sögðu 1.268 - 43,3% 95 tóku ekki afstöðu - 3,2%. Stjórn SSF þakkar öllum félagsmönnum frábæra þátttöku, bæði í atkvæðagreiðslu og á kynningarfundum þar sem næstum 1.200 manns mættu.   Það er kristaltært að það er mikið líf í okkar samtökum og leiðin áfram hlýtur að vera björt. Ari Skúlason, formaður SSF

Lesa meira
ÞRIÐJI KYNNINGARFUNDUR UM KJARASAMNING Á MORGUN FÖSTUDAG!

ÞRIÐJI KYNNINGARFUNDUR UM KJARASAMNING Á MORGUN FÖSTUDAG!

  • 26. janúar, 2023

Ágætu félagsmenn, Það var eitthvað ólag í morgun á teams þannig að sumir komust ekki inn á fundinn. Þessir tveir fundir sem haldnir hafa verið gengu þó rosalega vel fyrir þá sem komust inn og samtals hafa nú um 950 manns hlustað á kynninguna sem við erum afar ánægð með. Við viljum þó að sem flestir eigi þess kost á hlusta á kynningu formannsins, Ara Skúlasonar, og ætlum því að…

Lesa meira
TEAMS FUNDIR Í DAG OG Á MORGUN- LINKARNIR HÉR!

TEAMS FUNDIR Í DAG OG Á MORGUN- LINKARNIR HÉR!

  • 25. janúar, 2023

Ágætu félagsmenn Við munum halda a.m.k. tvo kynningarfundi um kjarasamninginn á Teams. Sá fyrri er kl. 15 í dag, miðvikudag, og sá seinni á morgun, fimmtudag kl. 9. Við viljum hvetja sem flesta til þess að kíkja á fundina. Reyndar gengur kosningin mjög vel og margir búnir að kjósa nú þegar. Til þess að komast inn á fyrri fundinn á miðvikudag þarf að nota þennan hlekk: Click here to join…

Lesa meira
KOSNING KOMIN Í LOFTIÐ – OPIN TIL KL. 12.00 Á FÖSTUDAG

KOSNING KOMIN Í LOFTIÐ – OPIN TIL KL. 12.00 Á FÖSTUDAG

  • 24. janúar, 2023

Nú getið þið félagsmenn góðir kosið um kjarasamninginn sem undirritaður var í gær að undangengnum fundi með formönnum aðildarfélaga. Þau ykkar sem eru með skráð rétt símanúmer og netföng á "mínum síðum" eigið að hafa fengið sms og getið kosið.  Þau sem einhverra hluta vegna geta ekki kosið fá upp eyðublað og geta kært, og mun kæran berast okkur.  Farið er yfir allar kærur og leyst úr þeim ef á…

Lesa meira
Nýr kjarasamningur SSF 1.11.2022 – 31.01.2024

Nýr kjarasamningur SSF 1.11.2022 – 31.01.2024

  • 24. janúar, 2023

Eins og við sögðum frá í gær þá skrifuðum við í samninganefnd SSF undir nýjan kjarasaming í gær. Innihald samningsins er stutt og laggott, 6,75% launahækkun frá 1. nóvember 2022 með 66 þús. kr. hámarki. Launatengdir liðir hækka um 5%. Svo mörg voru þau orð, en sjá nánar hér 2022 Undirritaður kjarasamningur Eftir þriggja vikna þref, sem snérist að mestu um kostnaðarauka kjarasamninga og sjálfstæði hvers stéttarfélags til að semja innan þess…

Lesa meira
Search