skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
SSF MÓT Í KEILU 2.-3. MAÍ – TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU FYRIR 28. APRÍL

SSF MÓT Í KEILU 2.-3. MAÍ – TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU FYRIR 28. APRÍL

  • 25. apríl, 2023

Mótið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, þ.e. spilaðar verða fimm umferðir skv. MONRAD-kerfi þar sem mismunur á skori liðanna ræður stigagjöf. Tvær breytingar verða á mótinu í ár, aðeins verða leyfðir tveir deildarspilarar í hverju liði og keppt verður í 3ggja manna liðum í karla- og kvennaflokki ekki 4ra manna liðum eins og áður. Blönduð lið geta keppt í karlaflokki. Mótið verður haldið í Egilshöllinni dagana 2. og…

Lesa meira
SENN KEMUR SUMAR!

SENN KEMUR SUMAR!

  • 19. apríl, 2023

Nú þegar sumarið gengur í garð og vetur víkur er rétt að minna á að í hönd fer síðasti vinnustyttingarmánuður í bili, en vinnustyttingin er í flestum tilfellum nýtt þannig meðal félagsmanna að tekinn er hálfur frídagur í 9 mánuði, alla nema júní, júlí og ágúst. Sumarið þýðir líka að nú fara ungmennin að streyma inn í bankana og þá er nú gott að geta sýnt fram á kosti þess…

Lesa meira
GLEÐILEGA PÁSKA!

GLEÐILEGA PÁSKA!

  • 5. apríl, 2023

Kæru félagsmenn, Sjórn og starfsmenn SSF óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra páska. Páskarnir eru 5 daga frí sem endranær og því kjörið að njóta útiveru með ykkar nánustu þar sem vel viðrar nú eða inniveru ef veðrið verður okkur ekki hliðhollt. Umfram allt njótið!

Lesa meira
FORMENN SSF ÁVARPA AÐALFUNDI BANKANNA

FORMENN SSF ÁVARPA AÐALFUNDI BANKANNA

  • 28. mars, 2023

Nú í mars hafa bæði Ari Skúlason formaður SSF og Oddur Sigurðsson fyrsti varaformaður SSF kvatt sér hljóðs á aðalfundum Landsbankans og Íslandsbanka og rætt stöðuna í kjaramálum starfsmanna fjármálafyrirtækja undir liðnum starfskjarastefna. Þetta hafa þeir gert sem hluthafar í þessum bönkum. Skilaboðin í þessum ávörpum voru mjög skýr og mótast mikið af þeirri framkomu sem samninganefnd SSF mætti af hálfu atvinnurekenda í viðræðum um kjarasamning í janúar. Það ætti…

Lesa meira
BREYTING Á STYRKFJÁRHÆÐ

BREYTING Á STYRKFJÁRHÆÐ

  • 24. mars, 2023

Frá og með 1. apríl næstkomandi munu styrkir undir liðnum „Hjartaskoðun – áhættumat“ í Styrktarsjóðnum verða að hámarki kr. 35.000. Styrkir eru veittir vegna áhættumatsskoðunar hjá viðurkenndum aðilum innan heilbrigðiskerfisins. Breytingin er m.a. tilkomin vegna fjárhagsstöðu Styrktarsjóðs, en iðgjöld fjármálafyrirtækjanna til hans lækka hlutfallslega með fækkun félagsmanna.

Lesa meira
MOTTUMARS – ERT ÞÚ BÚINN AÐ FARA Í SKOÐUN?

MOTTUMARS – ERT ÞÚ BÚINN AÐ FARA Í SKOÐUN?

  • 21. mars, 2023

Mottumars – ekki humma fram af þér heilsuna Nú er mars eða eins og hann hefur verið kallaður undanfarin ár "Mottumars". Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Þriðji hver karlmaður greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað í meðferð krabbameina á undanförnum árum og fimm ára lífshorfur hafa meira en tvöfaldast frá því að skráning hófst. Mikilvægt er að…

Lesa meira
FORMAÐURINN MÆTTUR Á SKRIFSTOFU SSF

FORMAÐURINN MÆTTUR Á SKRIFSTOFU SSF

  • 14. mars, 2023

Á síðasta þingi SSF haldið í mars 2022 tók Ari Skúlason við sem formaður SSF. Hann var áfram í starfi sínu hjá Landsbankanum fyrsta árið sem formaður SSF en hóf störf á skrifstofu SSF þann 1. mars s.l. Fyrst um sinn starfar Ari við hlið núverandi framkvæmdastjóra SSF en tekur síðan við því starfi samhliða formennsku fyrir næstu áramót. Við bjóðum Ara hjartanlega velkominn til starfa, framundan eru átakatímar og…

Lesa meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna – Ryðjum brautina

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna – Ryðjum brautina

  • 7. mars, 2023

Á morgun 8 mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Af því tilefni er boðað er til stafræns hádegisfundar. Yfirskrift fundarins er Ryðjum brautina: Metum konur af erlendum uppruna að verðleikum.  Fundurinn verður haldinn á Zoom milli 12 og 13 og túlkað verður á bæði íslensku og ensku. Dagskrá: Opnunarávarp: Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands Aðalfyrirlestur: Anna Wojtynska, nýdoktor í Háskóla Íslands: 'Trapped in migrants sector?' Foreign women in Icelandic labour market. Erindi: Merab…

Lesa meira
SSF-blaðið komið út

SSF-blaðið komið út

  • 17. febrúar, 2023

Kæru félagar, SSF-blaðið er komið út og má finna Hér Í blaðinu má meðal annars lesa fróðlegt og skemmtilegt viðtal við Friðbert Traustason sem hætti sem formaður SSF á síðasta þingi, eftir áratuga langt starf í þágu SSF sem hét reyndar SÍB þegar hann byrjaði í stjórn. Þann tíma sem Friðbert sat í stjórn voru heldur betur breytingar í bankakerfinu og á réttindum félagsmanna SSF sem fróðlegt er að lesa um…

Lesa meira
NIÐURSTAÐA KOSNINGAR – KJARASAMNINGUR NAUMLEGA SAMÞYKKTUR!

NIÐURSTAÐA KOSNINGAR – KJARASAMNINGUR NAUMLEGA SAMÞYKKTUR!

  • 27. janúar, 2023

Ágætu félagsmenn Þátttaka í kosningunni var frábær, 82,2% félagsmanna kusu. Já sögðu 1.568 - 53,5% Nei sögðu 1.268 - 43,3% 95 tóku ekki afstöðu - 3,2%. Stjórn SSF þakkar öllum félagsmönnum frábæra þátttöku, bæði í atkvæðagreiðslu og á kynningarfundum þar sem næstum 1.200 manns mættu.   Það er kristaltært að það er mikið líf í okkar samtökum og leiðin áfram hlýtur að vera björt. Ari Skúlason, formaður SSF

Lesa meira
Search