UNDIRBÚNINGSFUNDUR MEÐ SÁTTASEMJARA
Formenn og framkvæmdastjóri SSF áttu undirbúningsfund með Sáttasemjara og aðstoðarsáttasemjara að morgni þann 21. desember. Þar kynntum við stöðu mála innan okkar raða og helstu áherslumál SSF í komandi viðræðum. SSF hafði leitað eftir viðræðum við fjármálafyrirtækin áður en lokaviðræður um kjarasamning myndu hefjast, en þeirri beiðni var hafnað og okkur tilkynnt að SA myndu leiða viðræðurnar. Stjórn SSF ákvað því að vísa málinu til Sáttasemjara. Sáttasemjari mun nú ræða…