skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
UNDIRBÚNINGSFUNDUR MEÐ SÁTTASEMJARA

UNDIRBÚNINGSFUNDUR MEÐ SÁTTASEMJARA

  • 21. desember, 2022

Formenn og framkvæmdastjóri SSF áttu undirbúningsfund með Sáttasemjara og aðstoðarsáttasemjara að morgni þann 21. desember. Þar kynntum við stöðu mála innan okkar raða og helstu áherslumál SSF í komandi viðræðum. SSF hafði leitað eftir viðræðum við fjármálafyrirtækin áður en lokaviðræður um kjarasamning myndu hefjast, en þeirri beiðni var hafnað og okkur tilkynnt að SA myndu leiða viðræðurnar. Stjórn SSF ákvað því að vísa málinu til Sáttasemjara. Sáttasemjari mun nú ræða…

Lesa meira
KJARASAMNINGAR FÉLAGSMANNA ASÍ LANGT KOMNIR – HVAÐ MEÐ SSF?

KJARASAMNINGAR FÉLAGSMANNA ASÍ LANGT KOMNIR – HVAÐ MEÐ SSF?

  • 14. desember, 2022

Kjarasamningar félagsmanna ASÍ á almennum markaði eru langt komnir. Með þeim samningum sem gerðir voru í vikunni er búið að ljúka kjarasamningum fyrir um 80.000 launamenn á almenna markaðnum.  Það kemur svo í ljós fyrir jól hvort þeir verða samþykktir. Þessir samningar eru til skamms tíma, með gildistíma frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Nýgerðir samningar iðnaðar-, verslunar- og skrifstofufólks eru ákveðin fyrirmynd að skammtímasamningi fyrir árið 2023…

Lesa meira
STYRKTARSJÓÐUR – HVENÆR MÁ SÆKJA UM Í SJÓÐINN?

STYRKTARSJÓÐUR – HVENÆR MÁ SÆKJA UM Í SJÓÐINN?

  • 9. desember, 2022

Reglulega berast okkur á skrifstofunni fyrirspurnir fyrir hvaða tíma þurfi að vera búið að senda til að fá umsóknir afgreiddar. Til að útskýra það skal áréttað að við afgreiðslu styrkja úr Styrktarsjóði SSF er ekki miðað við almanaksár heldur skoðuð úthlutun styrkja á síðustu tólf mánuðum. Í lok árs berast fleiri umsóknir í sjóðinn en á öðrum tímum árs, sem er allt í lagi, en með vísan í ofangreint þá…

Lesa meira
FYRSTI KJARASAMINGUR VETRARINS

FYRSTI KJARASAMINGUR VETRARINS

  • 5. desember, 2022

Eins og flestir hafa eflaust séð náði Starfsgreinasambandið, SGS (án Verkalýðsfélags Grindavíkur og Eflingar) að landa kjarasamningi sl. laugardag. Samningurinn byggir á krónutöluhækkunum og er til skamms tíma. Stóru tíðindin eru kannski þau að  hann gildir frá þeim tíma sem sá eldri rann út, þ.e. frá 1. nóvember. Bæði formenn Eflingar og VR hafa lýst vanþóknun sinni á þessum samningi sem talsmenn SA telja að geti orðið fyrirmynd annarra samninga.…

Lesa meira
SAMNINGAR GANGA HÆGT

SAMNINGAR GANGA HÆGT

  • 25. nóvember, 2022

Það fór væntanlega ekki framhjá neinum að vaxtahækkunin 23. nóvember hafði mjög mikil áhrif á samningaviðræður á vegum sáttasemjara. Bæði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) og formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur (VR) voru sammála um að vaxtahækkunin hefði stöðvað góðan gang í viðræðum og að þeim verði væntanlega slitið. Trúi því  hver sem vill, kærleikar hafa ekki verið miklir við borðið fram að þessu. Þetta mun væntanlega tefja málin eitthvað, en það er…

Lesa meira
DESEMBERUPPBÓT 2022

DESEMBERUPPBÓT 2022

  • 21. nóvember, 2022

Desemberuppbót miðað við fullt starf árið 2022 er kr. 98.000,- og skal greiða hana eigi síðar en 15. desember. Allir félagsmenn á fyrirframgreiddum launum fá desemberuppbótina greidda með launum 1. desember 2022.  Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof sbr. grein 1.6.1 í kjarasamningi. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa…

Lesa meira
Samhentur hópur á Formanna- og trúnaðarmannafundi

Samhentur hópur á Formanna- og trúnaðarmannafundi

  • 11. nóvember, 2022

Stjórn SSF, forystumenn aðildarfélaga og fjöldi trúnaðarmanna kom saman á formannafundi á Hótel Örk í gær fimmtudag til þess að móta kröfur samtakanna í komandi kjarasamningum. Undirbúningur kjarasamninga hófst á þingi samtakanna í mars sl. og síðan hafa málin verið unnin áfram á vettvangi stjórnar SSF. Nú verður unnið úr niðurstöðum formannafundarins og endanlegar kröfur mótaðar. Stjórn SSF stefnir að kynningarfundi fyrir félagsmenn á næstu vikum um kröfur og komandi…

Lesa meira
SKRIFSTOFA SSF ER LOKUÐ FIMMTUDAGINN 10 NÓVEMBER

SKRIFSTOFA SSF ER LOKUÐ FIMMTUDAGINN 10 NÓVEMBER

  • 9. nóvember, 2022

Vegna Formanna- og trúnaðarmannfundar SSF er skrifstofan lokuð fimmtudaginn 10. nóvember. Kjarasamningar SSF eru nú lausir og hafa verið frá 31. október. Fundurinn á fimmtudaginn verður því helgaður næstu kjarasamningum að öllu leyti. Það hefur gustað um verkalýðshreyfinguna undanfarið en rétt er að árétta að SSF er ekki aðili að ASÍ. Við eigum því von á því að þessi vinnufundur fari fram í friði og spekt og saman verði unnið…

Lesa meira
JAFNRÉTTISÞING Í VIKUNNI

JAFNRÉTTISÞING Í VIKUNNI

  • 28. október, 2022

Jafnréttisþing var haldið í vikunni og sátu nokkrir stjórnarmenn SSF þingið. Guðný S. Magnúsdóttir, 2. varaformaður SSF var meðal þeirra og tók saman fyrir okkur neðangreindan pistil. Við getum gert betur sem samfélag Jafnréttisþing 2022 fór fram í Hörpu í vikunni þar sem yfirskrift þingsins var „Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði, aðgengi, möguleikar og hindranir“ Þar kom fram að konur af erlendum uppruna verða fyrir tvöfaldri mismunun, annars…

Lesa meira
BÚIÐ AÐ OPNA

BÚIÐ AÐ OPNA

  • 21. október, 2022

Höfum nú opnað skrifstofuna og símann aftur eftir tveggja daga vel heppnað námskeið fyrir trúnaðarmenn sem mæta til vinnu í dag uppfullir af fróðleik. Við ítrekum mikilvægi þess að fá trúnaðarmenn á námskeið sem þessi, því það er fátt dýrmætara en vel menntaður trúnaðarmaður sem kemur ykkur og ekki síður stéttarfélaginu til góða.

Lesa meira
Search