skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
Dregið í happdrætti

Dregið í happdrætti

  • 2. nóvember, 2021

Búið er að draga í happdrættinu, en einungis var dregið úr innsendum svörum þar sem félagsmenn kláruðu launakönnun. Þátttaka var frábær í könnuninni, en við höfum ekki fengið endanlega svarprósentu í hús. Við þökkum góða þátttöku og óskum vinningshöfum hjartanlega til hamingju með vinninginn.  Vinningshafar geta vitjað vinninga á skrifstofutíma hjá SSF, Nethyl 2e, 110 Reykjavík. Húsið er opið þriðjudaga-föstudaga frá 9-12 og 13-16.  Vinsamlegast vitjið vinninga sem fyrst.  Vinningshafar…

Lesa meira
FRESTUR TIL AÐ SVARA LAUNAKÖNNUN TIL MIÐNÆTTIS Á MORGUN MIÐVIKUDAG!

FRESTUR TIL AÐ SVARA LAUNAKÖNNUN TIL MIÐNÆTTIS Á MORGUN MIÐVIKUDAG!

  • 19. október, 2021

Kæru félagsmenn til sjávar og sveita. Á morgun miðvikudag rennur út á miðnætti fresturinn til að svara launakönnun SSF. Þetta er allt á réttri leið en mikið vill meira og væri gaman að sjá góðan endasprett og hækkun í svörun. Ekki gleyma því að í 50 umslögum þeirra sem svara launakönnun SSF er að finna vinninga að upphæð 100.000, en mikilvægast fyrir okkur öll er þó að fá sem allra…

Lesa meira
LAUNAKÖNNUN – RENNUR ÚT Á MIÐNÆTTI MIÐVIKUDAG!

LAUNAKÖNNUN – RENNUR ÚT Á MIÐNÆTTI MIÐVIKUDAG!

  • 18. október, 2021

Kæru félagsmenn, nú þarf að spýta í lófana þessa síðustu sólahringa sem lifa eftir af könnuninni. Frestur til að svara er til miðnættis miðvikudaginn 20. október og enn vantar upp á að við séum fullkomlega ánægð með svörunina. Eins og þið vitið var launataflan felld niður í síðustu kjarasamningum, og niðurstöður launakönnunar er því ykkar aðaltæki til að bera ykkur saman við aðra í sambærilegum störfum, til að rökstyðja ykkar…

Lesa meira
LAUNAKÖNNUN – 5 DAGAR TIL STEFNU!

LAUNAKÖNNUN – 5 DAGAR TIL STEFNU!

  • 15. október, 2021

Launakönnun-5 dagar eftir! Kæru félagsmenn, nú eru 5 dagar eftir af svartíma launakönnunar og því um að gera að klára að svara strax til að gleyma sér ekki. Tíminn rennur út 20 október, en af hverju að gera á morgun það sem hægt er að gera í dag!? Okkur vantar enn eitthvað upp í svörun til að við séum fullkomlega ánægð svo við hvetjum ykkur til að svara um hæl!…

Lesa meira
KEILUMÓT 18DA OG 21STA OKTÓBER!

KEILUMÓT 18DA OG 21STA OKTÓBER!

  • 15. október, 2021

SSF mótið í keilu 2021   Eftir smá hlé þá höldum við SSF mót í keilu, mótið verður með sama sniði og undanfarin ár, þ.e. spilaðar verða fimm umferðir skv. MONRAD-kerfi þar sem mismunur á skori liðanna ræður stigagjöf. Keppt verður í 4ra manna liðum í karla- og kvennaflokki. Blönduð lið geta keppt í karlaflokki. Mótið verður haldið í Egilshöllinni dagana 18. og 21. október kl. 18:00. Fyrra kvöldið verða…

Lesa meira
LAUNAKÖNNUNIN KLÁR? BÚIN/N AÐ SVARA?

LAUNAKÖNNUNIN KLÁR? BÚIN/N AÐ SVARA?

  • 13. október, 2021

Nú er ein vika eftir af svartíma launakönnunar sem er til 20 október. Okkur vantar enn nokkur hundruð svör til að ná 80% svörun sem væri algerlega frábært. Eruð þið ekki til í að hjálpa okkur öllum að ná því markmiði? Upp á borð með könnunina, náið ykkur í kaffi og svarið....þetta tekur ekki langan tíma! Gleymið ekki að bréfið með lykilorðinu gæti fært ykkur 100.000 króna happdrættisvinning, það má…

Lesa meira
Kaffi og könnun – góð blanda!

Kaffi og könnun – góð blanda!

  • 8. október, 2021

Kæru félagsmenn, nú erum við að detta inn í helgina sem felur vonandi í sér einhverja skemmtilega viðburði, útivist, fjölskylduhittinga eða bara slökun og rólegheit. Hvað er þá betra en að hella upp á einn góðan kaffi, draga fram umslagið með launakönnuninni, láta fara vel um sig og svara henni! Það tekur ekki nema 10-15 mínútur að svara, svona svipaðan tíma og það tekur að klára kaffið úr bollanum. 😊…

Lesa meira
LAUNAKÖNNUN SSF – ALLIR VERÐA AÐ TAKA ÞÁTT OG SÝNA SAMSTÖÐU!

LAUNAKÖNNUN SSF – ALLIR VERÐA AÐ TAKA ÞÁTT OG SÝNA SAMSTÖÐU!

  • 5. október, 2021

Nú eiga allir félagsmenn að hafa fengið afhent umslag með vefslóð á launakönnunina og lykilorði.  Við hvetjum félagsmenn til að svara könnuninni sem tekur aðeins um 5 mínútur.  Auk hefðbundinna spurninga er að auki spurt um reynslu félagsmanna af jafnlaunavottun og heimavinnu. Við höfum fengið nokkrar fyirrspurnir um við hvaða laun skal miða, en svarið við því er að þið megið miða við september eða október laun, þar sem sumir…

Lesa meira
LAUNAKÖNNUN SSF 2021

LAUNAKÖNNUN SSF 2021

  • 29. september, 2021

SSF hefur ákveðið að gera launakönnun meðal félagsmanna og fer hún fram dagana 1.-20. október. Spurningarnar í launakönnuninni eru að mestu hliðstæðar spurningum í launakönnun SSF frá fyrri árum. Spurt er um laun og skiptingu þeirra, menntun, starf, fjölda unninna stunda, þjónustu SSF, búsetu, kyn og fleira. Ekki er spurt hvar þú vinnur enda er það ekki tilgangurinn með könnuninni að bera saman laun á milli fyrirtækja. Þetta árið er…

Lesa meira
Áfram uppsagnir í nafni hagræðingar

Áfram uppsagnir í nafni hagræðingar

  • 16. september, 2021

Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hefur áhyggjur af stöðugum uppsögnum innan fjármálageirans. Íslandsbanki sagði upp og gerði starfslokasamninga við 24 starfsmenn nú í september. Uppsagnir starfsmanna fjármálafyrirtækja eru í engum takti við afkomu fyrirtækjanna undanfarin misseri. Hagnaður bankanna er ágætur miðað við aðstæður og batnar enn frekar nú þegar þjóðfélagið kemst út úr takmörkunum á frelsi einstaklinga og fyrirtækja. Ein aðal ástæða betri afkomu fjármálafyrirtækja eru afar hógværir kjarasamningar sem…

Lesa meira
Search