skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
Vinnutímastytting – Munið að nýta hálfu dagana í vetur

Vinnutímastytting – Munið að nýta hálfu dagana í vetur

  • 8. september, 2021

Nú er veturinn að ganga í garð sem þýðir að nú getum við nýtt okkur vinnutímastyttinguna næstu 9 mánuði.  Það er því ekki úr vegi að rifja upp reglurnar sem snúa að henni fyrir félagsmenn SSF.  Hver er meginreglan? Vinnutímastyttingin er tekin sem 9 hálfir dagar mánaðarlega á tímabilinu september-maí (á hverju ári). Nýtt tímabil vinnutímastyttingar: Fyrsti hálfi dagurinn í frítökurétt í vetur er í september 2021. Hverjir njóta vinnutímastyttingarinnar?…

Lesa meira
Orlofsuppbót 2021

Orlofsuppbót 2021

  • 25. maí, 2021

Orlofsuppbót félagsmanna SSF, kr. 52.000 miðað við fullt starf, verður greidd út með launum þann 1. júní 2021. Upphæðin fer eftir starfshlutfalli og starfstíma á nýliðnu orlofsári (1.5.2020-30.04.2021). Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Nánari upplýsingar um orlofsuppbót má finna í grein 1.6.2 í kjarasamningi SSF og SA. Hér má nálgast kjarasamninginn.

Lesa meira
Enn ein hópuppsögnin

Enn ein hópuppsögnin

  • 22. apríl, 2021

Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hefur áhyggjur af stöðugum uppsögnum innan fjármálageirans. Alls var 55 starfsmönnum Salt Pay (áður Borgun) sagt upp í vikunni en fyrir áramót voru einnig uppsagnir hjá fyrirtækinu. Þess ber að geta að starfsmannafjöldi Salt Pay er um 130. Hópuppsögnin hefur verið tilkynnt til Vinnumálastofnunar. Friðbert Traustason, formaður SSF, segir að hugur stjórnar og starfsmanna skrifstofu SSF sé hjá starfsmönnum sem sagt hefur verið upp. „Hugur…

Lesa meira
Keilumót SSF í haust

Keilumót SSF í haust

  • 13. apríl, 2021

Það hefur ekki farið framhjá neinum keiluáhugamanni innan bankakerfisins að keilumót SSF fór ekki fram á síðasta ári vegna ástandsins í þjóðfélaginu og samkomutakmarkana vegna COVID-19. Vonir stóðu til að með vorinu 2021 væri búið að bólusetja meira en helminginn af þjóðinni og þar með komið hjarðónæmi meðal Íslendinga. Þess vegna var áætlun um að halda keilumótið í maí. En þetta bjartsýniskast okkar var slegið niður þegar hin svokallaða fjórða…

Lesa meira
Nýr starfsmaður SSF

Nýr starfsmaður SSF

  • 15. febrúar, 2021

Margrét Bragadóttir er nýr starfsmaður á skrifstofu SSF og hefur þegar hafið störf. Margrét mun hafa umsjón með Menntunarsjóði SSF, skipulagi og fræðslustarfi fyrir trúnaðarmenn og bókhald fyrir SSF og sjóði. Margrét starfaði hjá Arionbanka og forverum hans í tæp 35 ár, m.a. á fyrirtækjasviði, útlánaeftirliti (áhættustjórn), viðskiptaumsjón og í skjalastjórn. Hún hefur starfað mikið að félagsmálum, bæði hjá stéttarfélaginu og í íþróttahreyfingunni. Margrét var í mörg ár í stjórn…

Lesa meira
100 hugmyndir um vinnu heiman frá

100 hugmyndir um vinnu heiman frá

  • 4. febrúar, 2021

Neðangreindar leiðbeiningar eru fengnar frá dönsku systursamtökum SSF, Finansforbundet. Grunnatriði sem móta vinnudaginn þinn Komdu á fót umskiptum sem tákna að þú sért „farin/n í vinnuna.“ Einnig þegar þú ert „komin/n heim.“ Ekki fara beint úr rúminu þínu í tölvuna. Ekki tékka á tölvupóstinum á meðan þú ert í rúminu. Bíddu þangað til venjulegur vinnutími þinn hefst, jafnvel þótt þú þurfir ekki lengur að eyða tíma í samgöngur. Ekki vera…

Lesa meira
Kjarabreytingar um áramót

Kjarabreytingar um áramót

  • 8. janúar, 2021

Laun hækkuðu samkvæmt kjarasamningum þann 1. janúar í ár. Allir sem hafa laun kr. 545.999 og lægri, innan sem utan töflu, fá kr. 24.000 hækkun mánaðarlauna. Starfsmenn með laun hærri en kr. 546.000 fá kr. 15.750 hækkun mánaðarlauna. Desemberuppbót verður kr. 96.000 Orlofsuppbót verður kr. 52.000 Frá og með 1. janúar 2021 verður launatafla alveg felld niður og í staðinn tekin upp lágmarkslaun helstu starfsheita og þau fest við krónutölur.…

Lesa meira
Kostir og gallar heimaskrifstofu – 4. hluti

Kostir og gallar heimaskrifstofu – 4. hluti

  • 30. nóvember, 2020

SSF hefur tekið saman og þýtt fjórar greinar norska netmiðilsins FriFagbevegelse sem allar fjalla um kosti og galla þess að vinna heiman frá. Fjórir af hverjum fimm eiga erfiðara með að vinna heima Ný könnun bendir til þess að aðeins fimmti hver starfsmaður kann betur við að vinna heima en á skrifstofunni. Fleiri konur en karlar hafa heimaskrifstofur. Norska ráðgjafar- og könnunarfyrirtækið Kantar framkvæmdi könnun fyrir símafélagið Telenor í kjölfar…

Lesa meira
Kostir og gallar heimaskrifstofu – 3. hluti

Kostir og gallar heimaskrifstofu – 3. hluti

  • 21. nóvember, 2020

SSF hefur tekið saman og þýtt fjórar greinar norska netmiðilsins FriFagbevegelse sem allar fjalla um kosti og galla þess að vinna heiman frá. Stéttarfélag er á móti varanlegum heimaskrifstofum og telur þær innrás á heimili fólks Norksa starfsgreinasambandið varar við tillögum Hægri flokksins um að innleiða heimaskrifstofu sem varanlegt fyrirkomulag hjá starfsmönnum Oslóborgar. „Þetta hefur bein áhrif á ráðningarsambandið við starfsmenn sveitarfélagsins í Osló. Best væri að fylgja venjulegum leikreglum…

Lesa meira
Kostir og gallar heimaskrifstofu – 2. hluti

Kostir og gallar heimaskrifstofu – 2. hluti

  • 19. nóvember, 2020

Vinnuvikan lengist um 42 mínútur að meðaltali þegar unnið er heiman frá SSF hefur tekið saman og þýtt fjórar greinar norska netmiðilsins FriFagbevegelse sem allar fjalla um kosti og galla þess að vinna heiman frá Stór hluti af þeim tíma sem starfsmenn spara með því að þurfa ekki að ferðast til vinnu fer í meiri vinnu. Samkvæmt nýrri könnun vinna þeir sem hafa skrifstofu heima 42 mínútum lengur í hverri…

Lesa meira
Search