Kjarabreytingar um áramót
Laun hækkuðu samkvæmt kjarasamningum þann 1. janúar í ár. Allir sem hafa laun kr. 545.999 og lægri, innan sem utan töflu, fá kr. 24.000 hækkun mánaðarlauna. Starfsmenn með laun hærri en kr. 546.000 fá kr. 15.750 hækkun mánaðarlauna. Desemberuppbót verður kr. 96.000 Orlofsuppbót verður kr. 52.000 Frá og með 1. janúar 2021 verður launatafla alveg felld niður og í staðinn tekin upp lágmarkslaun helstu starfsheita og þau fest við krónutölur.…