skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
Kostir og gallar heimaskrifstofu – 1. hluti

Kostir og gallar heimaskrifstofu – 1. hluti

  • 14. nóvember, 2020

SSF hefur tekið saman og þýtt fjórar greinar norska netmiðilsins FriFagbevegelse sem allar fjalla um kosti og galla þess að vinna heiman frá       Vinnuveitendur auðvelda starfsfólki að setja upp heimaskrifstofu á tímum kórónaveiru Á meðan sumir vinnuveitendur greiða fyrir ný skrifstofuhúsgögn og búnað leyfa aðrir starfsmönnum að stunda líkamsrækt á vinnutíma. Vinnuveitendur bjóða upp á ýmsar lausnir til að auðvelda starfsmönnum daglegt líf á heimaskrifstofunni. Vinnuveitanda ber…

Lesa meira
Fjármálastarfsemi og sjálfbær þróun

Fjármálastarfsemi og sjálfbær þróun

  • 23. október, 2020

Með sjálfbærri þróun er átt við þróun sem uppfyllir þarfir nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til þess að uppfylla sínar þarfir með sama hætti. Umræðan um sjálfbæra þróun hefur skipt miklu máli varðandi alla stefnumótun á síðustu árum. Samþykkt heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á árinu 2015 og undirritun Parísarsamkomulagsins ári síðar áttu sinn þátt í því að þjóðir heims hafa margar sett sér markmið og fara út í…

Lesa meira
Heimavinna í Covid – hugleiðingar

Heimavinna í Covid – hugleiðingar

  • 20. október, 2020

Í löndunum í kringum okkur er verið að fást við þetta nýja fyrirbæri, heimavinnuna, alveg eins og hér. Margar spurningar eru uppi þegar atvinnurekandinn fer fram á að flytja vinnustaðinn og vinnuumhverfið yfir á heimili starfsmannsins. Hér eru nokkrar vangaveltur um þetta. Afnot af húsnæði og aðstöðu - er eðlilegt að starfsmaðurinn útvegi það ókeypis? Vinnuaðstaða (borð, stóll, tölva, skjár, net osfrv.), sem fyrirtækið útvegar við venjulegar aðstæður. Á það…

Lesa meira
Matartímar á heimavinnustöð

Matartímar á heimavinnustöð

  • 14. október, 2020

  Þegar Covid 19 skall á Íslandi í byrjun mars s.l. voru allir óviðbúnir þeim stormi. Fjármálafyrirtækin gerðu það sama og mörg önnur fyrirtæki, það er loka fyrir aðgengi viðskiptavina að vinnustöðum og skipuleggja heimavinnu sem flestra (þar sem því var við komið). Ýmis matskennd atriði hafa komið til álita sem tengjast heimavinnu er varða kjarasamningsbundin atriði, vinnuaðstæður og margt fleira. Allir lögðust á eitt við að finna lausnir við…

Lesa meira
Breytt starfsemi í ljósi Covid-19

Breytt starfsemi í ljósi Covid-19

  • 6. október, 2020

Kórónuveiran hefur breytt öllum áætlunum í starfsemi SSF undanfarna mánuði, eins og starfi lang flestra fyrirtækja og lífi allra landamanna. Í vor frestaði stjórn SSF m.a. námskeiðum trúnaðarmanna og launakönnun SSF, sem voru á áætlun í apríl, fram til nóvember. Nú er ljóst að þriðja bylgja kórónuveirunnar setur allar áætlanir í haust og framan af vetri í uppnám. Miðað við síðustu fréttir um veldisvöxt veirunnar í samfélaginu er útilokað að…

Lesa meira
COVID-19 Lokað fyrir heimsóknir á skrifstofu SSF

COVID-19 Lokað fyrir heimsóknir á skrifstofu SSF

  • 22. september, 2020

Ákveðið hefur verið að loka fyrir heimsóknir á skrifstofu SSF um óákveðinn tíma vegna COVID-19. Áfram verður öllum erindum sinnt og þjónustan að öðru leyti með hefðbundnum hætti. Félagsmönnum SSF er bent á að senda inn erindi með rafrænum hætti eða símleiðis. Sími skrifstofu SSF er 5406100. Hægt er að senda fyrirspurnir eða erindi á netfangið [email protected] Einnig bendum við á Mínar síður SSF en þar geta félagsmenn sótt um styrki í…

Lesa meira
Orlofsuppbót 2020

Orlofsuppbót 2020

  • 5. maí, 2020

Orlofsuppbót félagsmanna SSF, kr. 51.000 miðað við fullt starf, verður greidd út með launum þann 1. júní 2020. Upphæðin fer eftir starfshlutfalli og starfstíma á nýliðnu orlofsári (1.5.2019-30.04.2020). Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Nánari upplýsingar um orlofsuppbót má finna í grein 1.6.2 í kjarasamningi SSF og SA. Hér má nálgast kjarasamninginn.

Lesa meira
Streita – þekkir þú einkennin?

Streita – þekkir þú einkennin?

  • 28. apríl, 2020

Streituvaldar geta verið tvenns konar: Innri streituvaldar: Áhyggjur, óþarfa hugsanir, ótti eða kvíði. Ytri streituvaldar: Utanaðkomandi áreiti, verkefni og breyttar aðstæður. Gott er að átta sig á eigin streituvöldum. Er það hugurinn eða er streitan utanaðkomandi álag eða aðstæður? Með því að þekkja andleg og líkamleg viðbrögð við streitu verðum við fær um að meta hvenær við erum „eðlilega stressuð“ og hvenær ástandið nálgast það að vera vandamál. Streitueinkenni eru…

Lesa meira
Átaksverkefni menntunarsjóðs SSF

Átaksverkefni menntunarsjóðs SSF

  • 27. apríl, 2020

Á síðasta þingi SSF var samþykkt að ráðast í átaksverkefni í menntunarmálum. Átaksverkefnið sem er að lágmarki til þriggja ára tekur gildi frá og með námi sem stundað er á sumarönn 2019 en þá hækkar hlutfall endurgreiddra námsgjalda úr 50% í 80% og hámarkfjárhæð sem greidd er á önn hækkar úr 150.000 kr. í 175.000 kr. Styrkur fyrir sumarstarfsmenn hækkar í 30.000 kr. frá og með almanaksárinu 2019 vegna náms…

Lesa meira
Search