Ársskýrsla SSF fyrir árið 2019 er komin á vefinn
Ársskýrsla SSF fyrir árið 2019 komin á vefinn, nálgast má skýrsluna hér.
Ársskýrsla SSF fyrir árið 2019 komin á vefinn, nálgast má skýrsluna hér.
Orlofsuppbót félagsmanna SSF, kr. 51.000 miðað við fullt starf, verður greidd út með launum þann 1. júní 2020. Upphæðin fer eftir starfshlutfalli og starfstíma á nýliðnu orlofsári (1.5.2019-30.04.2020). Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Nánari upplýsingar um orlofsuppbót má finna í grein 1.6.2 í kjarasamningi SSF og SA. Hér má nálgast kjarasamninginn.
Streituvaldar geta verið tvenns konar: Innri streituvaldar: Áhyggjur, óþarfa hugsanir, ótti eða kvíði. Ytri streituvaldar: Utanaðkomandi áreiti, verkefni og breyttar aðstæður. Gott er að átta sig á eigin streituvöldum. Er það hugurinn eða er streitan utanaðkomandi álag eða aðstæður? Með því að þekkja andleg og líkamleg viðbrögð við streitu verðum við fær um að meta hvenær við erum „eðlilega stressuð“ og hvenær ástandið nálgast það að vera vandamál. Streitueinkenni eru…
Á síðasta þingi SSF var samþykkt að ráðast í átaksverkefni í menntunarmálum. Átaksverkefnið sem er að lágmarki til þriggja ára tekur gildi frá og með námi sem stundað er á sumarönn 2019 en þá hækkar hlutfall endurgreiddra námsgjalda úr 50% í 80% og hámarkfjárhæð sem greidd er á önn hækkar úr 150.000 kr. í 175.000 kr. Styrkur fyrir sumarstarfsmenn hækkar í 30.000 kr. frá og með almanaksárinu 2019 vegna náms…
Þann 1.4.2020 verða ýmsar breytingar á kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtaka atvinnulífsins (SA). Launahækkanir 1.4.2020: Öll mánaðarlaun kr. 522.000 (lflk 171) og lægri hækka um kr. 24.000/mán. Öll mánaðarlaun hærri en kr. 522.000 hækka um kr. 18.000/mán. Kjaratengdir liðir hækka um 2,5% á sömu dagsetningum nema um annað hafi verið samið. Orlofsuppbót 1.5.2020 verður kr. 51.000. Launatafla: Launaflokkar 172 til 203 verða felldir niður og efsti launaflokkur eftir…
Þeim tilmælum hefur verið beint til atvinnurekenda að laun verði greidd til starfsmanna sem sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda. Fjármálafyrirtækin hafa sett ákveðnar reglur fyrir þá starfsmenn sem verða að fylgja ákvörðun sóttvarnarlæknis um sóttkví. Stjórnvöld hafa gefið það út að tillögur að lagabreytingum sem fela í sér að atvinnurekendur sem greiða starfsmönnum laun í sóttkví geti fengið endurgreiddan kostnað upp að ákveðnu hámarki, enda geti starfsmaður ekki sinnt…
Innan trúnaðarmannahóps SSF starfar þéttur og samheldinn hópur yfir hundruð einstaklinga með áratuga reynslu. Þessi hópur gegnir trúnaðarmannastörfum fyrir félagsmenn SSF sem og stéttarfélagið. Hjá kjörnum trúnaðarmönnum er eðlilegt að upp komi ótal spurningar sem erfitt getur reynst að fá svör við. Mikilvægt er þó að gefa sér tíma í að kynnast starfinu og afla upplýsinga innan úr röðum trúnaðarmanna og skrifstofu SSF. Trúnaðarmaðurinn er fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustaðnum, kjörinn…
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna brotalama á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. Niðurstaða EFTA gæti haft áhrif á allan íslenskan vinnumarkað og er því um gríðarlega stórt hagsmunamál að ræða. SSF telur að framkvæmd hópuppsagna á Íslandi sé verulega ábótavant og kom bersýnileg í ljós þegar á reyndi við framkvæmd hópuppsagna á síðasta ári. Í lögum um hópuppsagnir er tilgreint að atvinnurekanda beri eins…
Eftirfarandi grein 2.7.1 kom ný inn í kjarasamning SSF síðastliðið vor en í greininni er fjallað um fastlaunasamninga. Nýja greinin hljóðar svo: ,,Fastlaunasamningur er samningur um föst heildarlaun starfsmanns vegna allra starfa í þágu fyrirtækisins, þar með talið yfirvinnu. Samið er um væntanlegt vinnuframlag að baki fastlaunasamningum við ráðningu, sem getur verið mismunandi eftir þeim verkefnum sem fylgja starfi, en tekið er þar tillit til álagspunkta í starfseminni, hvort sem…
SSF minnir á að kosningar trúnaðarmanna fara fram dagana 11.-12. febrúar 2020. Trúnaðarmaðurinn er tengiliður starfsfólks og atvinnurekandans. Honum er ætlað að auðvelda samskipti milli þessara aðila, enda á hann að eiga greiða leið að upplýsingum. Það að vera trúnaðarmaður krefst mikillar ábyrgðar og er krefjandi starf en á sama tíma mjög gefandi og skemmtilegt. Kosning trúnaðarmanna Dagana 11. og 12. febrúar n.k. skal kjósa trúnaðarmenn fyrir SSF og aðildarfélögin. Þeir…