skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
Umfang heimavinnu getur skipt máli

Umfang heimavinnu getur skipt máli

  • 15. ágúst, 2024

Sveigjanleiki skiptir miklu máli til að manni líði vel í vinnunni, en það má líka sjá neikvæða hlið á málunum, sýnir ítarleg könnun systursamtaka okkar í Danmörku um líðan fólks í vinnunni. Þú sparar ferðatímann í vinnuna, getur þvegið þvottinn og hleypt iðnaðarmanninum inn sem kemur um miðjan dag. Og svo gætir þú líka unnið með mun einbeittari hætti þegar þú situr (í eigin fyrirtæki) á heimaskrifstofunni og truflast ekki…

Lesa meira
BÚIÐ AÐ OPNA SKRIFSTOFU SSF

BÚIÐ AÐ OPNA SKRIFSTOFU SSF

  • 7. ágúst, 2024

Kæru félagsmenn, Nú er búið að opna skrifstofuna eftir sumarlokun samkvæmt auglýstum opnunartíma.  Lífið er farið að ganga sinn vanagang, styttist í að skólar hefjist hjá ungviðinu og félagsmenn að tínast inn til vinnu. Við erum að hamast við að fara yfir umsóknir í Menntunar- og Styrktarsjóði en það tekur alltaf einhverja daga að vinna upp og greiða út, svo við vonum að þið sýnið þolinmæði eins og alltaf Ekki…

Lesa meira
SUMARLOKUN SKRIFSTOFU SSF

SUMARLOKUN SKRIFSTOFU SSF

  • 3. júlí, 2024

Skrifstofa SSF lokar frá og með 15 júlí til og með 2 ágúst. Áfram verður þó hægt að senda erindi sem ekki þola bið á netfang SSF, [email protected]. Umsóknir um styrki í Menntunar- og Styrktarsjóð verða því ekki afgreiddar fyrr en unnið hefur verið úr þeim eftir opnun skrifstofunnar. Hafið það sem allra best í sumar.   Starfsfólk skrifstofu SSF

Lesa meira
Ný skýrsla Kjaratölfræðinefndar – launaþróun

Ný skýrsla Kjaratölfræðinefndar – launaþróun

  • 28. júní, 2024

Nýlega kom út vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar (www.ktn.is). Skýrslan fjallar um launaþróun ákveðinna hópa á tímabilinu frá nóvember 2022 til janúar 2024. Skýrslan fjallar fyrst og fremst um launaþróun innan stóru heildarsamtakanna (ASÍ, BHM, BSRB og KÍ) auk þess sem fjallað er nokkuð ítarlega um þróun efnahags- og vinnumarkaðsmála. Engar upplýsingar eu í skýrslunni um félög utan heildarsamtaka eins og t.d. SSF og Verkfræðingafélagsið, en hægt er að nota talnaefni í skýrslunni…

Lesa meira
Mikil fækkun starfandi í fjármálageiranum

Mikil fækkun starfandi í fjármálageiranum

  • 25. júní, 2024

Fjöldi starfandi fólks í atvinnugreinum hefur þróast með mjög mismunandi hætti á síðustu árum. Á myndinni má sjá hvernig fjöldinn í heild- og smásöluverslun og upplýsingum og fjarskiptum hefur þróast með svipðum hætti og í öllum atvinnugreinum á tímabilinu frá 2008-2023. Fjöldi starfandi í öllum greinum jókst um 17% á þessu tímabili. Myndin sýnir líka miklar sveiflur í fjölda starfandi í byggingageiranum. Veruleg fækkun varð strax eftir hrun og svo…

Lesa meira
Löggjöf ESB og íslenskur fjármálamarkaður

Löggjöf ESB og íslenskur fjármálamarkaður

  • 12. júní, 2024

Löggjöf ESB hefur mikil áhrif á íslenska fjármálageirann þar sem Ísland þarf að taka upp mikið af reglum þaðan í gegnum EES samninginn. SSF fylgist aðallega með breytingum og nýrri löggjöf í gegnum aðild sína að NFU – norrænum samtökum starfsmanna á fjármálamarkaði. NFU vinnur ötullega að því að hafa áhrif á löggjöf ESB til að efla hagsmuni aðildarfélaga sinna og starfsmanna í norrænum fjármálageirum. Innan aðildarsamtaka NFU eru u.þ.b.…

Lesa meira
Á SUMARFÓLK RÉTT Á STYRKJUM?

Á SUMARFÓLK RÉTT Á STYRKJUM?

  • 7. júní, 2024

Svarið við því er já. Á heimasíðu SSF, ssf.is/Mínar síður getur sumarfólk sótt um ýmsa styrki. En til þess að ferlið gangi vel þarf að passa að öll gögn séu rétt,  og að með þeim sé staðfesting á því að viðkomandi sé sumarstarfsmaður eða að það sé tiltekið inni í umsókninni undir liðnum „Athugasemdir“. Ef sótt er um styrk í Menntunarsjóðinn þarf að fylgja með umsókn staðfesting á námi, og gild greiðslukvittun.…

Lesa meira
Raunávöxtun nokkurra lífeyrissjóða 2023

Raunávöxtun nokkurra lífeyrissjóða 2023

  • 3. júní, 2024

Fyrr á árinu birtum við upplýsingar um ávöxtun þeirra samtryggingarsjóða sem ætla má að langstærstur hluti starfsfólks á samningssviði SSF greiði skyldulífeyrisframlag í. Þetta eru Almenni lífeyissjóðurinn, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður bankamanna og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Nú hafa allir þessir sjóðir birt ársuppgjör fyrir árið 2023 og þar með raunávöxtun á árinu. Árið 2023 var lífeyrissjóðunum erfitt hvað ávöxtun varðar þó það hafi ekki verið eins slæmt og 2022. Ekki…

Lesa meira
Kjarasamningur samþykktur

Kjarasamningur samþykktur

  • 24. maí, 2024

Staðan innan SSF er skrýtin með samþykkt nýs kjarasamnings frá 6. maí. Fleiri voru á móti samningi en með, en samkvæmt reglunum telst samningurinn samþykktur þar sem meirihluta greiddra atkvæða þarf til þess að fella kjarasamning. Það er kannski ekki alveg rétt að hjáseta eða afstöðuleysi sé talin með jáum, krafa löggjafans hljóðar þannig að meira en helmingur þeirra sem kjósa séu á móti til að fella samning, sbr. 5.…

Lesa meira
NIÐURSTAÐA ÚR KOSNINGU UM KJARASAMNING SSF

NIÐURSTAÐA ÚR KOSNINGU UM KJARASAMNING SSF

  • 17. maí, 2024

Ágætu félagsmenn í SSF Niðurstaðan úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning var þessi: Á kjörskrá voru 3574 Þar af kusu 2721 eða samtals 76,1% þátttaka sem er frábært. Niðurstöður voru: Já = 1292 eða samtals 47,48% Nei = 1322 eða samtals 48,59% Tek ekki afstöðu = 107 eða samtals 3,93% Meiri hluti félagsmanna sem tóku afstöðu felldu kjarasamninginn. Samtök atvinnulífsins telja að „Tek ekki afstöðu“ eigi að telja með „já“ atkvæðum. Samninganefnd…

Lesa meira
Search