Sorgardagur í sögu fjármálafyrirtækja
Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) segja fimmtudaginn, 26. september 2019, sorgardag í sögu íslenskra fjármálafyrirtækja. Um 150 félagsmenn SSF misstu vinnuna vegna umfangsmestu uppsagna innan íslenskra fjármálafyrirtækja frá hruni. Friðbert Traustason, formaður SSF, segir að hugur stjórnar og starfsmanna skrifstofu SSF sé hjá starfsmönnum sem sagt er upp. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá þeim starfsmönnum sem eru að missa lífsviðurværi sitt. Margir sem þarna eiga í hlut hafa…