Staða kjaraviðræðna SSF og SA (SFF).
Fulltrúar úr samninganefndum SSF og SA (SFF) funduðu í gær, þriðjudaginn 9. apríl, og ræddu kjarasamninga. Á fundinum kom skýrt fram að Samtök atvinnulífsins (SA) vilja að öll stéttarfélög, sem ósamið er við, semji á sömu nótum og Starfsgreinasambandið (SGS) og verslunarmenn (LÍV) undirrituðu 3. apríl 2019. Aðalatriðið í þeim samningum er lágmarks launahækkun sem skilar um 17.000 krónum/mánuði ár hvert frá 1.4.2019 til 1.1.2022. Dagsetningar launahækkana eru 1.4.2019, 1.4.2020,…