skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
Jólakveðja

Jólakveðja

  • 20. desember, 2018

Stjórn og starfsfólk SSF óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með þökkum fyrir samstarfið og samskiptin á árinu sem er að líða.

Lesa meira
FRAMBOÐ TIL STJÓRNAR SSF

FRAMBOÐ TIL STJÓRNAR SSF

  • 18. desember, 2018

Kosið verður til stjórnar SSF á þingi samtakanna dagana 21.-22. mars 2019. Allir fullgildir félagsmenn geta gefið kost á sér. Atkvæðisrétt hafa kjörnir þingfulltrúar aðildarfélaganna. Kosið er til þriggja ára. Stjórnina skipa 9 félagsmenn og skal kjósa formann og 1. varaformann hvorn fyrir sig, en síðan 7 meðstjórnendur. Einungis er heimilt að bjóða sig fram til tveggja embætta. Þeir aðilar sem hyggjast bjóða sig fram til stjórnar þurfa að fylla…

Lesa meira
Kjarasamningar 2019

Kjarasamningar 2019

  • 18. desember, 2018

Kjarasamningur SSF og SA rennur sitt skeið 31.12.2018. Gamli samningurinn gildir áfram þangað til nýr kjarasamningur verður undirritaður og samþykktur af félagsmönnum SSF. SSF og SA hafa ekki fundað formlega um kjarakröfur og áherslur beggja fyrir næsta samningstímabil. Það er ljóst að verkalýðsfélögin og atvinnurekendur hafa óskað eftir virkri aðkomu ríkisvaldsins við gerð kjarasamninga, m.a. um lausn húsnæðisvanda og lækkun skatta á bæði launamenn og fyrirtæki. Í þeim viðræðum er…

Lesa meira
Niðurstöður Launakönnunar 2018

Niðurstöður Launakönnunar 2018

  • 30. nóvember, 2018

Launakönnun meðal félagsmanna SSF fór fram dagana 5. -25. október 2018.  Þátttaka var frábær og langt um betri en hjá flest öllum öðrum stéttarfélögum sem framkvæma launakannanir. 3.764 umslögum með lykilorðum var deift til félagsmanna og og tóku 2.786 þeirra þátt í könnuninni, það er 74%.  Könnunin gefur því mjög ábyggilega mynd af kaupi og kjörum félagsmanna SSF.  Könnunin er afar víðtæk þar sem spurt er um laun, vinnutíma, áherslur…

Lesa meira
Streita: hvað ber að varast?

Streita: hvað ber að varast?

  • 30. nóvember, 2018

Streita veldur sálarlegri vanlíðan og líkamlegu álagi. Vinnutengd streita myndast þegar kröfur í starfsumhverfinu er umfram getu og stjórn starfsmanns. Breytingar, sífellt álag, áreiti, samskipti og tímaleysi eru þættir sem eru ráðandi í okkar daglega lífi og koma ójafnvægi á líf okkar. Streitan er lúmsk og það er ekki fyrr en einkennin eru farin að láta verulega á sér kræla sem við veitum þeim athygli. Fyrstu einkenni streitu eru oft…

Lesa meira
Desemberuppbót

Desemberuppbót

  • 14. nóvember, 2018

Desemberuppbót miðað við fullt starf árið 2018 er kr. 89.000,- og skal greiða hana eigi síðar en 15. desember.  Allir félagsmenn á fyrirframgreiddum launum fá desemberuppbótina greidda með launum 1. desember 2018. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi í 12…

Lesa meira
Líflegt trúnaðarmannanámskeið SSF í Borgarfirði

Líflegt trúnaðarmannanámskeið SSF í Borgarfirði

  • 11. nóvember, 2018

Trúnaðarmannanámskeið I-II fór fram á Hótel Hamri (við Borgarnes) dagana 17. - 18. október. Á námskeiðið mættu 26 trúnaðarmenn víðs vegar að af landinu. Fyrri dagurinn var helgaður SSF.  Friðbert fór meðal annars yfir sögu SSF og vinnumarkaðarins, ásamt hlutverki trúnaðarmannsins.  Rósa Jennadóttir, umsjónarmaður sjóða og trúnaðarmannafræðslu, fór yfir reglur og ýmis úthlutunarmál úr Styrktar- og Menntunarsjóð SSF. Eftir hádegi var unnið í vinnuhópum og kallaði Friðbert eftir fréttum og…

Lesa meira
Dregið í happdrætti

Dregið í happdrætti

  • 31. október, 2018

Búið er að draga í happdrætti vegna launakönnunar SSF. Frábær þátttaka var í launakönnuninni en yfir 70% félagsmanna tóku þátt. Eftirtalin vinningsnúmer voru dregin út í happdrættinu: XBUSKR9AT KLT27MCPY 2PR43VXUC QNECDA32K ANG3E6HQW HTSLBDMKU SRX7CVLTZ J6FPLXRYS W4LDTQ6SK BGNEPLSFQ FGLPJ6KN8 QNFX3A96E KLCDNU4SZ JKW7XEFAY JMUG54S3L FGVYXUWM3 A6CYTVS38 VLQYFH5CM GETVY7X53 5Q4JZ6X8S 9GVZ8X5EL 6UJQ4AWEG 4P7Z3ULG2 DRAMQ65XJ 9PLA8NVY3 ZWTY68GEL KNHJ43LV6 HUS58WG7J GVMBT6AHN MGBHK5WS9 Hægt verður að vitja vinninga á skrifstofutíma hjá SSF, Nethyl 2e, 110 Reykjavík…

Lesa meira
Uppfærð Trúnaðarmannahandbók – nýjir kaflar

Uppfærð Trúnaðarmannahandbók – nýjir kaflar

  • 30. október, 2018

Unnið hefur verið að uppfærslu Trúnaðarmannahandbókar að undanförnu. Lokið hefur verið við uppfærsluna og hún birt á vefnum. Uppfærslan snýr að breytingum á fyrra efni þannig að það er nú ítarlegra auk þess sem tenglar á frekari ítarefni hefur verið uppfært. Þá hefur verið bætt við köflum um Streitu og Samskipti á vinnustað. Jafnframt er búið að bæta við nýju efni í kaflana um Ráðningu og uppsagnir og Einelti, svo…

Lesa meira
Kvennafrí 2018

Kvennafrí 2018

  • 19. október, 2018

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Síðastliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði. Nú er nóg komið, konur eiga að vera óhultar heima og óhultar í vinnu! Samkvæmt nýjustu tölum…

Lesa meira
Search