Starfsmannavelta ráði för í stað uppsagna
Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF), hefur áhyggjur af hraðri þróun í fækkun starfsfólks hjá viðskiptabönkunum. SSF hefur reglulega fjallað um fækkun starfsfólks hjá bönkunum en á undanförnum árum hefur útibúum viðskiptabankanna fækkað verulega. Í árslok 2008 voru 146 útibú viðskiptabanka starfrækt en þeim hefur fækkað jafnt og þétt niður í 84 útibú eins og þau voru í árslok 2017. Sú þróun hefur haldið áfram í ár. Á undanförnum…