skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
Arion banki fær heimild til að nota jafnlaunamerkið

Arion banki fær heimild til að nota jafnlaunamerkið

  • 19. október, 2018

Fréttatilkynning Arion banki hefur fyrstur íslenskra banka fengið heimild til að nota jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins eftir að bankinn fékk vottun frá faggildum vottunaraðila, BSI á Íslandi. Í Arion banka er rík hefð fyrir áherslu á jafnréttismál en bankinn hefur verið vottaður af BSI á Íslandi síðan árið 2015 þegar bankinn fékk fyrst Jafnlaunavottun VR. Þeirri vottun hefur bankinn viðhaldið með reglulegum úttektum. Jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins, eins og Jafnlaunavottun VR, felur í sér…

Lesa meira
Launakönnun – Happdrætti lýkur 24. okt

Launakönnun – Happdrætti lýkur 24. okt

  • 15. október, 2018

Þeir félagsmenn sem svara launakönnun SSF eru sjálfkrafa þátttakendur í happdrætti þar sem 30 veglegir vinningar eru í boði.  Mikilvægt er að félagsmenn geymi bréfið með lykilorðinu þar sem lykilorðið er einnig lukkunúmer í happdrættinu. Minnum einnig á að launakönnun SSF er eina tækið fyrir félagsmenn til að staðsetja sig í launum miðað við starfsvettvang, menntun og reynslu.  

Lesa meira
Launakönnun SSF – Hverjar eru þínar áherslur í komandi kjaraviðræðum?

Launakönnun SSF – Hverjar eru þínar áherslur í komandi kjaraviðræðum?

  • 10. október, 2018

Nú eiga allir félagsmenn að hafa fengið afhent umslag með vefslóð á launakönnunina og lykilorði.  Við hvetjum félagsmenn til að svara könnuninni sem tekur aðeins um 5 mínútur.  Auk hefðbundinna spurninga er að auki spurt um hvað félagsmenn vilji leggja áherslu á í komandi kjaraviðræðum. Við ítrekum að launakönnun SSF er eina tækið fyrir félagsmenn til að staðsetja sig í launum miðað við starfsvettvang, menntun og reynslu. Ef einhver vandamál…

Lesa meira
LAUNAKÖNNUN SSF 2018

LAUNAKÖNNUN SSF 2018

  • 6. október, 2018

SSF hefur ákveðið að gera launakönnun meðal félagsmanna og fer hún fram dagana 8-20. október.  Launakönnunin er sambærileg fyrri könnunum en að auki verður spurt um upplifun félagsmanna af ýmsum neikvæðum atburðum tengdum einelti og áreitni.  Einnig er spurt um hvað félagsmenn vilji leggja áherslu á í komandi kjaraviðræðum. Umslögum með vefslóð á könnunina og lykilorði verður dreift á starfsstöðvum félagsmanna SSF dagana 8.-9. október (mánudag og þriðjudag). Gríðarlega mikilvægt…

Lesa meira
Starfsmannavelta ráði för í stað uppsagna

Starfsmannavelta ráði för í stað uppsagna

  • 27. september, 2018

Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF), hefur áhyggjur af hraðri þróun í fækkun starfsfólks hjá viðskiptabönkunum. SSF hefur reglulega fjallað um fækkun starfsfólks hjá bönkunum en á undanförnum árum hefur útibúum viðskiptabankanna fækkað verulega. Í árslok 2008 voru 146 útibú viðskiptabanka starfrækt en þeim hefur fækkað jafnt og þétt niður í 84 útibú eins og þau voru í árslok 2017.  Sú þróun hefur haldið áfram í ár.   Á undanförnum…

Lesa meira
Trúnaðarmaður – Þinn fulltrúi á þínum vinnustað

Trúnaðarmaður – Þinn fulltrúi á þínum vinnustað

  • 21. september, 2018

Trúnaðarmaðurinn er fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustaðnum, kjörinn af samstarfmönnum og þar af leiðandi umboðsmaður þeirra gagnvart atvinnurekenda og stéttarfélagi. Að því leyti er trúnaðarmaðurinn bæði í stöðu varðmanns gagnvart réttindum samstarfsmanna sinna og jafnframt upplýsingagjafi (tengiliður) stéttarfélagsins. Meginstarf trúnaðarmannsins er að gæta þess að kjarasamningar, lög og réttindi starfsmanna séu virt í hvívetna. Innan trúnaðarmannahóps SSF starfar þéttur og samheldinn hópur yfir hundrað einstaklinga með áratuga reynslu. Lesa má ítarlegri…

Lesa meira
Býrð þú yfir góðri stafrænni dómgreind?

Býrð þú yfir góðri stafrænni dómgreind?

  • 16. september, 2018

Texti: Svein Åge Eriksen Ljósmynd: Morten Brakestad Býrð þú yfir góðri stafrænni dómgreind? Hún er talin ein af þeim fimm stafrænu grunnhæfniþáttum sem þú ættir að búa yfir. Starfsmenn í fjármálageiranum vilja öðlast meiri stafræna hæfni. Það voru niðurstöður könnunar meðal 1.632 umsækjenda um vottun í fjármálaþjónustu.  Nýlega send FinAut frá sér ný rammaskipulag með tillögum að kröfum um stafræna hæfni. Hverjar eru kröfurnar um stafræna hæfni í fjármálageiranum? Nú…

Lesa meira
Forritarar framtíðarinnar: 30 skólar fá styrk

Forritarar framtíðarinnar: 30 skólar fá styrk

  • 30. ágúst, 2018

Fréttatilkynning frá RB Alls fengu 30 skólar víðs vegar á landinu úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Heildarúthlutun sjóðsins fyrir árið 2018 er 4.100.000 í formi fjárstyrkja og 4.550.000 í formi tölvubúnaðar. Styrkurinn skal nýttur í að þjálfa kennara til að búa betur undir forritunarkennslu fyrir nemendur. Tilgangur sjóðsins er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins og frá stofnun hans árið 2014 hefur verið úthlutað til…

Lesa meira
Stafræn hæfniþróun hjá starfsmönnum Danske Bank

Stafræn hæfniþróun hjá starfsmönnum Danske Bank

  • 14. ágúst, 2018

Grein eftir Sjur Frimand-Anda í tímaritinu FinansFokus 9. mars 2018. Þýðing: Anna Heiða Pálsdóttir. Danske Bank leggur áherslu á hæfniþróun sem gerir starfsmönnum bankans betur kleift að sinna störfum sínum. – Með notkun alþjóðlegs, rafræns hæfniþróunarkerfis geta starfsmenn valið þá hæfni sem þeir kjósa að þróa með sér, segir Kristin Valen Kvåle, mannauðs- og þróunarstjóri hjá Danske Bank í Noregi. Tímaritið FinansFokus gerði nýlega könnun meðal sjö fyrirtækja í fjármálageiranum.…

Lesa meira
FJÖLMENNT Á KEILUMÓTI SSF

FJÖLMENNT Á KEILUMÓTI SSF

  • 8. ágúst, 2018

Árlegt keilumót SSF fór fram í Egilshöll dagana 23. og 14. maí sl. Mótið nýtur vaxandi vinsælda ár frá ári en keppt er í 4ra manna liðum í karla- og kvennaflokki en einnig geta blönduð lið keppt saman í karlaflokki.   Spilaðar eru fimm umferðir skv. monrad-kerfi þar sem mismunur á skori liðanna ræður stigagjöf. Í einstaklingskeppni kvenna var Sigríður Klemensdóttir, starfsmaður Sjóvá, hlutskörpust en hún var með flestar fellur…

Lesa meira
Search